Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 73
TMM 2012 · 4 73 Gísli Magnússon Nokkrar sögur ÓEKTA BYSSUR DREPA ALVÖRU FÓLK Einu sinni var maður sem skipti öllu fólki í tvo hópa; annars vegar var ómanneskjulegt fólk sem gerði allt sem það gerði af eigingjörnum hvötum og hafði fyrst og fremst væntingar um hugmyndir og álit umheims og annarra. Það fannst honum ekki ekta. Ekkert var ekta við það, hvorki fólkið sjálft né nokkuð sem það gerði. Hitt var fólk sem honum fannst manneskjulegt, fólk sem gerði það sem það gerði af því það langaði til þess og það þurfti að gera það, án tilætlunar eða áhuga um viðbrögð annarra og dóma. Það var ekta manneskjulegt fólk. Það þarf ekki útlærðan sálarfræðing eða rökhyggjumann til að sjá þverstæðuna í hugmynd mannsins, sem var alltaf að hugsa um ásetning annarra, álit þeirra, skoðun og skilning og var langt í frá jafn sjálfstæður og sérnægjusamur og hann taldi sér trú um. En alla vega, hann gladdist yfir því hversu allt sem hann gerði væri gert af sönnum ásetningi og án hugsunar um verðlaun og gott umtal, eða taldi sig gleðjast, og hann taldi sig jafnframt gleðjast yfir því hversu hátt hann væri hafinn yfir alla hina sem ekkert gerðu nema hugsa hvað öðrum fyndust þeir frábærir að gera þetta, og hverjum og hvernig aðrir myndu segja frá því að þeir hefðu gert þetta. En þessi gleði gerði honum ekkert gott þegar til lengri tíma var litið, hann varð bitur og fullur af hatri. Hann sá enga ástæðu til að endurskoða hug- myndir sínar og afstöðu, og með árunum tókst honum að verða hálfgert fen af fordómum og fyrirlitningu. Á endanum gaf eitthvað sig og hann fékk þá hugmynd að óekta fólkið hefði engan faktískan tilverurétt þar sem það var hvort eð er ekki til sem mann- eskjur í hans skilningi, sem hann að sjálfsögðu taldi þann eina rétta. Hann keypti sér nokkrar byssur og heilan helling af skotfærum og ætlaði sér að skjóta allt óekta fólk sem á vegi hans yrði. Hann gerði það en ekkert gerðist, fólkið gekk áfram og um einsog ekkert hefði gerst og var jafn óekta og áður. Hann skaut og skaut af byssum sínum en það var til einskis. Að lokum miðaði hann byssunni á sjálfan sig og togaði í gikkinn og þá varð allt svart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.11.2012)
https://timarit.is/issue/401780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.11.2012)

Aðgerðir: