Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 37

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 37
B r a u t r y ð j a n d i n n H e l g i H ó s e a s s o n TMM 2012 · 4 37 þess þó getið eftir fund með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra Reykjavíkur að hún hefði sagt borgina mjög opna fyrir þessu en heppilegra væri að frumkvæðið kæmi frá „áhugafólki eða hollvinasamtökum frekar en Reykjavíkurborg“.57 Engu að síður lét borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna bóka eftirfarandi athugasemd vegna frávísunarinnar: Helgi Hóseasson var merkur maður sem vert er að minnast á viðeigandi hátt. Tillaga borgarráðsfulltrúa VG er um að efnt verði til hugmyndasamkeppni á vegum borgar- stjórnar um það hvernig best væri að gera það af virðingu við Helga og látlaust í hans anda. Þetta þyrfti ekki að vera fjárfrekt eða umfangsmikið en ljóst er að margir vilja láta sig málið varða og því undarlegt að tillögunni sé vísað frá.58 Dagblaðspistlahöfundar tóku almennt undir þessa hugmynd um minnis- varða. Þannig líst Kolbeini Óttarssyni Proppé vel á það í Fréttablaðinu að reisa Helga „líkneskju, ellegar einhvers konar minnismerki,“ þar sem það sé „meira um vert að minnast manns sem stóð á rétti sínum einn og óstuddur gegn kerfisbákninu, en góðskálda og broddborgara þessa lands“. Hann hvetur þó umfram allt þá sem vilja minnast Helga til „að horfa til þeirra málefna sem hann mótmælti“ varðandi kirkju- og friðarmál.59 Og Gauti Kristmannsson dósent við HÍ segir í Lesbók Morgunblaðsins: Helgi varð okkur Íslendingum seint og um síðir að fyrirmynd um staðfestu og baráttu fyrir grundvallarréttindum um sjálfsákvörðunarrétt manna, hann varð að lifandi táknmynd mannréttindabaráttu í landi þar sem menn höfðu lengi ekki nennt eða „haft tíma til“ að hugsa um svo „einfalda“ hluti sem mannréttindi. […] En Helgi fékk aldrei ósk sína uppfyllta, þótt vel hefði mátt finna leið til þess að mínum dómi. Hann var fastur í vistarbandi íslensks vana og þýlyndis sem mikið ríður á að verði rofið; það er mikilvægt að minningu hans verði haldið á lofti.60 Á götuhorninu þar sem Helgi hafði staðið með mótmælaspjöld sín til fjölda ára var fljótlega eftir andlát hans komið fyrir eftirlíkingu af sýklaskiltinu og greinir Fréttablaðið frá því að þangað hafi margir lagt leið sína og lagt blóm á strætisvagnabekk.61 Fram kemur hjá sama blaði daginn eftir að ýmsir íbúar hverfisins hafi „tekið upp skilti til að minnast Helga“ og eru birtar myndir bæði á forsíðu Fréttablaðsins og í Morgunblaðinu af börnum úr Langholts- skóla með mótmælaspjald á lofti gegn hraðakstri á götuhorninu.62 Mánuði eftir andlát Helga stóðu svo unglingar úr félagsmiðstöðvunum Þróttheimum og Buskanum í Voga- og Langholtshverfi fyrir minningargöngu um hann þar sem höfð var þögn í eina mínútu við hornið63 en gangan var m.a. auglýst á vef Reykjavíkurborgar.64 Það voru þó ekki bara börn og unglingar sem efndu til margvíslegra minningarathafna um Helga því að útvarps- mennirnir Simmi og Jói (Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson) á útvarpsstöðinni Bylgjunni sömdu lag um hann sem frumflutt var í þætti þeirra og gert aðgengilegt á netinu. Á bloggsíðu þeirra er hann sagður merki- legur maður sem hafi haft þá mannkosti að vera samkvæmur sjálfum sér,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.