Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 103
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 4 103
eða mótrök í tölusettum liðum uns
hann í lokin telur upp meginniðurstöð-
ur bókarinnar í 30 atriðum eða
„þesum“. Þótt þetta sé óneitanlega held-
ur fastmótað mynstur hefur það þann
kost að setja í upplýsandi samhengi
fjölda samtímahugmynda og tilgátna
um samfélags- og efnahagsmál, réttlæti,
lýðræði og sjálfið. Höfundur er ekki
ragur við að kynna lesendum skoðanir
sínar en með því að fylgja „miðjunni
hörðu“ virðist mér hann oft forðast að
taka eina stefnuna fram yfir aðra sem
illskárri kost. Þótt það teldist seint til
dygða í stjórnmálum þarf það alls ekki
að vera ókostur hjá fræðimanni heldur
til marks um vönduð vinnubrögð, sem
birtast líka í því hversu ófeiminn Stefán
er að viðurkenna það þegar hann skortir
rök fyrir ákveðinni tilgátu eða til þess
að geta tekið afstöðu. Þótt „miðjan“ eigi
ekki að vera neitt „miðjumoð“ hefði
maður þó stundum viljað sjá minni var-
færni í umfjöllun hans um t.d. ólíkar
kenningar um kosti og galla hnattvæð-
ingar en kannski er þar á ferðinni efni
sem glannalegt væri að fella einfaldan
dóm um. Sjálfur leggur hann áherslu á
að reyna fremur „að finna viðunandi
rök fyrir sæmilega þolanlegu skipulagi
samfélagsins“ (219) og að hann sé
umfram allt „spurnarmaður, ekki svara-
maður!“ (161).
Almennt má segja að höfundur sé
jafnan glöggur á veilur í málflutningi
þeirra sem hann fjallar um. Það vill
stundum brenna við í gagnrýnni
umfjöllun manna um kenningar sem
þeir eru ósammála að þeir fari töluvert
mýkri höndum um þær sáttalausnir sem
þeir tefla sjálfir fram og ber lof Stefáns á
t.a.m. ígrundað lýðræði (þ. deliberative
Demokratie) Habermas eða hnekkingar-
lýðræði (e. contestory democracy) Pettits
þess merki (224–227). Eins hefði hann
mátt gera betur grein fyrir tilgátu sinni
um að til séu samréttindi „hópa, jafnvel
heilla samfélaga“ (243). Því eru þá ekki
líka til samsvarandi skyldur hópa? Og
erum við þá ekki farin að brjóta okkur
leið út úr einstaklingsmiðaðri hugsun
frjálshyggjunnar um réttindi og skyldur
og gera grein fyrir ákveðnum veruleika
sem hún er blind á?
Í umfjöllun sinni um rökvísi Hag-
mennisins, þ.e. eigingirnina eða sér-
gæskuna, tekur Stefán fram að strangt
til tekið trúi frjálshyggjumenn því ekki
endilega að menn séu eigingjarnir í eðli
sínu og vitnar því til sönnunar í skil-
greiningu Friedman-hjónanna á sér-
gæsku („self-interest“): „It is whatever it
is that interests the participants, what-
ever they value, whatever goals they
pursue.“ (245) Einhvern veginn virðist
mér þá sem botninn sé dottinn úr þeirri
kenningu að ekki megi trufla gerendur
á frjálsum markaði sem leitist við að
hámarka eigin hag (og gagnist þar með
óbeint samfélaginu öllu skv. kenning-
unni um ósýnilegu höndina): Stefán
tekur fram á sama stað að það sé „ill-
mögulegt að vera bæði Friedman-sinni
og telja að menn geti valið milli græðgi
og gæsku“ (244). En ef „eigin hagur“
getur merkt hvað sem er, þá getur hann
allt eins birst sem meðvituð andstaða
við græðgi, hvernig sem við síðan hugs-
um okkur þá andstöðu. Að þessari mót-
sögn virðist mér ekki hugað í bókinni.
En atriði sem þetta breyta því ekki að í
Kreddu í kreppu er að finna urmul af
skörpum greiningum sem gagnlegt er að
skoða oftar en einu sinni.
Homo historicus
Í upphafi Örlagaborgarinnar vekur
sagnfræðingurinn Einar Már Jónsson
athygli á því að „þrátt fyrir hrunið og
það sem í kjölfar þess fylgdi, er eins og
ýmsar af […] kennisetningum [frjáls-
hyggjunnar] standi enn án þess að