Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 119
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 4 119 Hann kemur sér fyrir í skrokki og haus magnaðasta og undarlegasta draugs sem sögur frá greina – í nautinu Glæsi, sem hímir í fjósi Þórodds á Finngeirsstöðum, eins þeirra Þorbrandarsona sem réðu bana syni Þórólfs, Arnkeli goða, helsta keppinauti sjálfs Snorra goða um völd á Snæfellsnesi. Eins og draugsi rifjar upp í sögunni hrökk Þórólfur upp af í gremju yfir því að hafa reynt að beita Snorra fyrir sig í illdeilum við son sinn og mis- tekist. Gekk svo aftur fyrir sakir óupp- gerðrar heiftar í garð allra, drap mann og annan, eyddi byggð – allt þar til Arn- kell tók hann úr haugi og kom honum fyrir. En fór aftur á kreik þegar sonur hans var dauður og lét Þóroddur Þor- brandsson þá brenna draugsa – sem tórði þó áfram í ösku sinni og gekk enn aftur í nautkálfi, sem Þóroddur vill ekki skera þótt framsýn fóstra hans skynji að „vábeiða þessi“ vill illt eitt. Sagan er svo ofin úr upprifjun á því úr Eyrbyggju sem helst kemur við sögu bægifóts, bið eftir því að Glæsir geri það upp við sig hvort hann vilji hefna sín á sonarbana sínum Þóroddi – sem er um leið að hans dómi eina manneskjan sem hefur sýnt honum vinsemd. En að auki og ekki síst er sagan tilraun höfundar með tilvistar- vanda drauga og könnun hans á þeirri illsku sem knúið hefur til fólskuverka Þórólf bægifót, lifandi og margdrepinn. Ármann Jakobsson er ekki á þeim buxum einkum að gera upp við fegraða mynd af „þjóðveldinu“ eða öld hetju- skapar – enda óþarft eftir Gerplu og margþætta afhjúpunaráráttu seinni ára- tuga. Það er gengið út frá því að Þórólf- ur bægifótur sé staddur í bófafélagi sem er í senn framandi og kunnuglegt (merkilegt annars hve krafan um „virð- ingu“ sem Glæsir tönnlast mjög á er náskyld tali mafíósa samtímans eins og við þekkjum það úr frægum kvikmynd- um: Show me some respect, man). Í því „kerfi“ er skynsamlegt að verða fyrri til áreitni og yfirgangs vilji menn halda sínum sessi eða hækka hann. Í sögunni er að auki gefinn nokkur gaumur að því, að þótt morð og brennur séu enn sjálf- sögð aðferð í valda- og virðingarstríði er pólitísk lævísi og „lagatækni“ að sækja á – þær brellur tryggja öðru fremur sigur Snorra goða bæði yfir Arnkeli og föður hans Þórólfi. Að því er varðar þjóð- félagsmyndina verður þó eftirminnileg- ust sagan af því þegar Þórólfur bægifót- ur heldur þrælum sínum veislu og lofar þeim frelsi ef þeir fari að skjólstæðingi sonar hans og brenni hann inni. Árásin mistekst og Arnkell lætur hengja þræl- ana alla. Af þessu segir í einni málsgrein í Eyrbyggju – en hér er sagan stækkuð með þeim kostum að verða áleitin áminning um ömurlegt hlutskipti fátækra og ófrjálsra, þeirra einatt nafn- lausu peða sem höfðingjar ota fram í valdatafli. Illskan og réttlæting hennar Samfélagið er á sínum stað og sá sem í því lifir mun af þeim pækli saltur verða. En eins og Ármann Jakobsson hefur að orði komist í viðtali, þá hefur hann mestan áhuga á illskunni – því afli sem hann telur blunda í öllum en nær algjör- lega tökum á Þórólfi bægifóti. Illskan er allstaðar, það er rétt og satt. Í Talmúd segir: komi einhver til þín og segist geta losað þig við þá hvöt illt að gjöra ( jetser hara), trúðu honum ekki. En sigur illsk- unnar er vitanlega ekki sjálfgefinn, hann er möguleiki. Ármann vill kanna forsendur hennar og til þess skoðar hann sögu þess skrímslis sem Þórólfur bægfótur er, lifandi og ódauður draugur. Sú könnun hrekur svo til allar aðrar persónur sögunnar í lítil aukahlutverk. Hún dregur dám af ýmsum algengum nútímalegum hugmyndum um það hvernig persóna verður til og tortímist,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.11.2012)
https://timarit.is/issue/401780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.11.2012)

Aðgerðir: