Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 39
B r a u t r y ð j a n d i n n H e l g i H ó s e a s s o n TMM 2012 · 4 39 ingu hvort Helgi hafi hugsanlega tekið á sig mynd heilags sameiningartákns ýmissa ólíkra minnihlutahópa hér á landi samkvæmt skilgreiningu Emiles Durkheim á trúarhugtakinu. Þá verður táknið sem hópurinn sameinast um í siðrænu samfélagi heilagt þegar það er aðgreint frá öllu með bannhelgi og er því ekki sama hvernig með það er farið eða um það rætt.71 Þetta getur gilt um gildismat, hugmyndir, kenningar, hluti, dýr eða einstaklinga og skiptir engu hvort skírskotað sé með einum eða öðrum hætti til hins yfirnáttúrlega. Þjóðfáninn er þannig sígilt dæmi um slíkt trúarlegt sameiningartákn. Í þessu sambandi benti ég nemendum á hversu viðkvæmir ýmsir fylgismenn Helga hafi reynst fyrir gagnrýni á málflutning hans og hvernig viðbrögð þeirra hafi verið. Þegar þeir sem helgimyndabrjótar neita að virða bannhelgi tákna þess kerfis sem þeir vilja kollvarpa verða þeir um leið helgimyndasmiðir þegar þeir sameinast um þau tákn sem þeir upphefja í staðinn og veita bannhelgi með því að standa vörð um þau. Það er í raun í samræmi við þessa greiningu að ég skuli hafa verið kærður fyrir að hafa mögulega rætt um Helga og hug- myndir hans á annan hátt en vantrúarfélögum þóknast. En ég sagði líka við nemendur að enda þótt fylgismenn Helga líti á mál- flutning hans sem mannréttindabaráttu þar sem hann hafi verið að fara fram á hluti sem þeir telja sjálfsagða þá væri einnig hægt að skoða þetta frá annarri hlið. Með málflutningi sínum um að þjóðkirkjunni beri að ógilda skírnarsáttmálann og „afskíra“ hann með einhverjum hætti hafi Helgi í raun verið að fara fram á að hún breyti trúfræði sinni og helgihaldi til þess eins að þóknast geðþótta hans og veruleikasýn. Það er skilningur þjóðkirkjunnar að skírðir einstaklingar geti snúið baki við skírnarsáttmálanum ef þeir kjósa svo. Þannig er það Helgi einn sem getur hafnað þeirri skírn sem foreldrar hans og nánustu ættingjar töldu vera honum fyrir bestu í barnæsku. Ekki verður betur séð en að þjóðkirkjan hafi alla tíð viðurkennt þennan rétt Helga. Þannig má segja að það sé ósanngjarnt að krefjast þess að þjóðkirkjan gangi lengra og breyti sínum eigin skilningi á inntaki skírnarinnar. Þetta er sjónarmið sem helstu talsmenn Helga virðast ekki gera ráð fyrir. Þvert á móti virðast þeir líta svo á að kirkjunnar menn hafi sýnt af sér eins mikla ósvífni og hugsast getur með því að neita að aðlaga trúfræði og helgihald þjóðkirkjunnar að kröfum hans. Jafnvel ritstjóri Herðubreiðar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, Karl Th. Birgisson, frændi Helga sem skrifaði grein til að andmæla hugmyndum um minnismerki um Helga og segir hann hafa verið „snarklikkaðan“ og uppfullan af „hleypidómum, rugli og þvælu“, tekur það sérstaklega fram að hann hafi haft aðeins einn „aug- ljóslega réttlátan málstað […] að verja“, þ.e. andúðina á kristindóminum og kirkjunni.72 Einn af vinum Helga, Eysteinn Björnsson, gagnrýnir einnig í því sambandi virðingarleysi kirkjunnar manna í garð hans og skort á „umburðarlyndi og kristilegum kærleika“ fyrir að verða ekki við kröfum hans. Hann segir í hlýlegri minningargrein um Helga að hann hafi vissulega getað „verið erfiður í umgengni, orðljótur og ósveigjanlegur“ en gefur í skyn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.