Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 128
D ó m a r u m b æ k u r 128 TMM 2012 · 4 5 Hér má sérstaklega benda á umfjöllun Gunnþórunnar Guðmundsdóttur um Jarð- næði þar sem hún leggur út frá klassískri umræðu Virginu Woolf um sérherbergið: „Jarðnæði“ pistill á vefsíðu Borgarbókasafns- ins Bókmenntir.is í desember 2011. Sótt 16. október 2012 á http://www.bokmenntir.is/ desktopdefault.aspx/tabid-3409/5648_read- 29253/. Þröstur Helgason Aðgreining æxlis og sjúklings Steinunn Sigurðardóttir: jójó. Bjartur Reykjavík, 2011. 1 Í skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur, jójó, beitir hinn herskái krabbameins- læknir Martin Montag geislabyssunni til að ráðast á æxlin í skjólstæðingum sínum. Hann segir æxlin vera „persónu- lega óvini sína“ og á hverjum morgni herðir hann sig upp „eins og stríðsmað- ur“ með því að hlaupa um borgina og ná forskoti á daginn, það sé „aðalatriði í útrýmingarstarfinu“.1 Martin hefur iðu- lega betur í viðureign sinni við meinin enda er hann í þessari baráttu „upp á líf og dauða“, segist ekki kunna aðra aðferð (139), líf hans er beinlínis helgað barátt- unni við meinin í öðru fólki. Aðferða- fræði hans byggist nánar tiltekið á því að aðgreina æxli og sjúkling eins og hægt er: „Ég hugsa um manneskjuna eins og hún var áður en óvinurinn tók sér bólfestu í henni, og ég hugsa mér manneskjuna eins og hún verður þegar ég er búinn að gera út af við æxlið í henni“ (43). En hvað gerist þegar einn sjúklinganna ber ekki aðeins mein innan í sér heldur er sjálfur æxli, og ekki bara hvaða æxli sem er heldur ófreskja sem hafði lagst á Martin sem lítinn dreng? Nægir í slíku tilfelli að ráðast gegn sjúkdómnum eða verður að ráða niðurlögum sjúklingsins? Á meðan Martin fetar sig smám saman að þeirri niðurstöðu að hann verði að svala hefndarþorstanum og drepa þennan sjúkling, er hafði rænt hann æskunni, þá verða hugsanir um að taka eigið líf, sem lengi höfðu sótt á, æ fyrirferðar- meiri. Þegar allt stefnir í að annar hvor falli fyrir hendi hins herskáa læknis vaknar sú spurning hvort lausnin felist kannski umfram allt í hans eigin aðferðafræði, að aðgreina æxli og sjúk- ling, hugsa sér þá manneskju sem bjó með honum áður en óvinurinn tók sér bólfestu í honum og finna hana aftur þegar æxlinu hefur verið eytt. Einn meginþráðurinn í sögu Steinunnar fjallar um þá leit og leiðina út úr sífelldri endurupplifun á trámatísku atvikinu sem olli rofi í æsku. 2 Sögusvið jójó er Berlín en þetta er fyrsta skáldsaga Steinunnar sem að öllu leyti gerist annars staðar en á Íslandi. Sögu- heimurinn er aftur á móti að mörgu leyti kunnuglegur þar sem miðlæg pers- óna glímir við flækjur í sálarlífinu og misjafnlega hollum fjölskyldu-, vina- og ástarsamböndum. Það er að sumu leyti vel við hæfi að þessi saga gerist í hinni forðum stríðshrjáðu og sundurskornu borg því að hér er fjallað um vígvelli í margvíslegum skilningi – líkamann sem vígvöll krabbameinsfruma og heil- brigðra fruma, vígvöll sjálfsins, vígvöll minninga og margvíslegra hvata sem persónurnar glíma við í þessari marg- slungnu sögu. Um svipað leyti og jójó kom út haust- ið 2011 sendu bókmenntafræðingarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.