Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 128
D ó m a r u m b æ k u r
128 TMM 2012 · 4
5 Hér má sérstaklega benda á umfjöllun
Gunnþórunnar Guðmundsdóttur um Jarð-
næði þar sem hún leggur út frá klassískri
umræðu Virginu Woolf um sérherbergið:
„Jarðnæði“ pistill á vefsíðu Borgarbókasafns-
ins Bókmenntir.is í desember 2011. Sótt 16.
október 2012 á http://www.bokmenntir.is/
desktopdefault.aspx/tabid-3409/5648_read-
29253/.
Þröstur Helgason
Aðgreining æxlis
og sjúklings
Steinunn Sigurðardóttir: jójó. Bjartur
Reykjavík, 2011.
1
Í skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur,
jójó, beitir hinn herskái krabbameins-
læknir Martin Montag geislabyssunni til
að ráðast á æxlin í skjólstæðingum
sínum. Hann segir æxlin vera „persónu-
lega óvini sína“ og á hverjum morgni
herðir hann sig upp „eins og stríðsmað-
ur“ með því að hlaupa um borgina og ná
forskoti á daginn, það sé „aðalatriði í
útrýmingarstarfinu“.1 Martin hefur iðu-
lega betur í viðureign sinni við meinin
enda er hann í þessari baráttu „upp á líf
og dauða“, segist ekki kunna aðra aðferð
(139), líf hans er beinlínis helgað barátt-
unni við meinin í öðru fólki. Aðferða-
fræði hans byggist nánar tiltekið á því
að aðgreina æxli og sjúkling eins og
hægt er: „Ég hugsa um manneskjuna
eins og hún var áður en óvinurinn tók
sér bólfestu í henni, og ég hugsa mér
manneskjuna eins og hún verður þegar
ég er búinn að gera út af við æxlið í
henni“ (43). En hvað gerist þegar einn
sjúklinganna ber ekki aðeins mein
innan í sér heldur er sjálfur æxli, og
ekki bara hvaða æxli sem er heldur
ófreskja sem hafði lagst á Martin sem
lítinn dreng? Nægir í slíku tilfelli að
ráðast gegn sjúkdómnum eða verður að
ráða niðurlögum sjúklingsins? Á meðan
Martin fetar sig smám saman að þeirri
niðurstöðu að hann verði að svala
hefndarþorstanum og drepa þennan
sjúkling, er hafði rænt hann æskunni,
þá verða hugsanir um að taka eigið líf,
sem lengi höfðu sótt á, æ fyrirferðar-
meiri. Þegar allt stefnir í að annar hvor
falli fyrir hendi hins herskáa læknis
vaknar sú spurning hvort lausnin felist
kannski umfram allt í hans eigin
aðferðafræði, að aðgreina æxli og sjúk-
ling, hugsa sér þá manneskju sem bjó
með honum áður en óvinurinn tók sér
bólfestu í honum og finna hana aftur
þegar æxlinu hefur verið eytt. Einn
meginþráðurinn í sögu Steinunnar
fjallar um þá leit og leiðina út úr sífelldri
endurupplifun á trámatísku atvikinu
sem olli rofi í æsku.
2
Sögusvið jójó er Berlín en þetta er fyrsta
skáldsaga Steinunnar sem að öllu leyti
gerist annars staðar en á Íslandi. Sögu-
heimurinn er aftur á móti að mörgu
leyti kunnuglegur þar sem miðlæg pers-
óna glímir við flækjur í sálarlífinu og
misjafnlega hollum fjölskyldu-, vina- og
ástarsamböndum. Það er að sumu leyti
vel við hæfi að þessi saga gerist í hinni
forðum stríðshrjáðu og sundurskornu
borg því að hér er fjallað um vígvelli í
margvíslegum skilningi – líkamann
sem vígvöll krabbameinsfruma og heil-
brigðra fruma, vígvöll sjálfsins, vígvöll
minninga og margvíslegra hvata sem
persónurnar glíma við í þessari marg-
slungnu sögu.
Um svipað leyti og jójó kom út haust-
ið 2011 sendu bókmenntafræðingarnir