Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 7
Í h e i m i g e t g á t u n n a r
TMM 2012 · 4 7
eru [svo] að finna í fjölritaða lesheftinu“.14 Bjarni leggur jafnframt áherslu á
mikilvægi þess að „nálgast allt sem tengist fræðigreininni með bæði gagn-
rýnu og hlutlægu hugarfari“. Hann segir nemendur eiga að sýna sjálfstæði í
vinnubrögðum og láta hvorki kennarann né höfunda kennsluefnisins mata
sig og bætir við: „Jafnvel þótt ég leitist við að vera hlutlægur í kennslunni eru
hvorki ég né höfundar lesefnisins hlutlausir því að félagslegur bakgrunnur
okkar, umhverfi og skoðanir setja óhjákvæmilega mark sitt á framsetningu
okkar og áherslur.“ Síðast en ekki síst leggur Bjarni áherslu á að nemendur
sýni viðfangsefninu virðingu:
Þó svo að nauðsynlegt sé að kunna skil á sögu viðkomandi trúarhreyfinga, starfs-
háttum þeirra og trúfræði og þekkja þá gagnrýni sem þær hafa sætt þá getur það
allt saman virkað fáránlegt og óskiljanlegt fyrir þá sem ekki reyna að setja sig í spor
viðkomandi fólks og skoða heiminn út frá forsendum þess. Um er að ræða fólk af
holdi og blóði sem þarf í sínu félagslega samhengi að finna sér stað í tilverunni og
því sem því er dýrmætast. Þó svo að nauðsynlegt sé að kunna skil á gagnrýninni þarf
að gera sér grein fyrir því að það geta verið margar hliðar á hlutunum og áhersla á
gagnrýnina eina getur reynst villandi.
Þeir sem kjósa að byggja túlkanir sínar á höfundarætlan ættu að geta dregið
upp einfalda mynd af kennaranum Bjarna Randveri af þessu bréfi hans,
mynd sem byggð væri á raunverulegum gögnum. Bjarni hvetur nemendur
sína til þess að sýna sjálfstæði í hugsun og segir þá eiga að vera gagnrýna á
allt sem tengist fræðigreininni. Um leið minnir hann þá á mikilvægi þess að
þeir sýni viðfangsefni greiningarinnar skilning og virðingu, þótt það þýði að
sjálfsögðu ekki að varpa eigi fyrir róða gagnrýnum viðhorfum.
Annar og hættulegri Bjarni Randver birtist í umræðum vantrúarfélaga,
maður sem í mörg ár hefur markvisst eitrað umræðuna um Vantrú án
vitundar félagsmanna og byggir þekkingu sína á „leynilegri gagnasöfnun“
eins og núverandi formaður, Egill Óskarsson, lýsir því.15 Það er þessi
ímyndaði trúvarnarmaður sem stígur fram í kærunni, en hann er fyrst og
fremst settur saman af órökstuddum ályktunum. Í heimi getgátunnar er lítið
hægt að gera annað en að spyrja spurninga á meðan samhengi kennslunnar
vantar og ekki þarf að rýna lengi í sjálfa kæruna til þess að sjá að hún byggist
nær eingöngu á órökstuddum vangaveltum.
Hér eru nokkur dæmi um túlkunaróöryggið sem einkennir kæruna:
Innrammaður texti virðist fremur dreginn fram til að hæðast að höfundi en að
kynna málstað hans eða meginefni bókarinnar. [3] […] Er þetta ekki háðugleg
útreið og skrumskæling frekar en einlæg viðleitni til að koma til skila meginboð-
skap höfundar? [3] […] Hvað ræður efnisvali Bjarna Randvers? Hvernig má útskýra
uppröðun glæranna?“ [4] […] Hver er tilgangur svona uppsetningar? [4] […] Er það
meginatriði, segir það eitthvað um málstað Dans eða má vera að þessu sé varpað
fram til þess eins að varpa rýrð á Dan Barker? [5] […] Tilgangur Bjarna virðist
vera að sýna að vantrúarmenn sem lærisveina eða skósveina Richards Dawkins. [5]
[…] Er tilgangurinn að sýna fram á áhrif „hugmyndafræðingsins“ á lærisveininn?