Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 13
Í h e i m i g e t g á t u n n a r
TMM 2012 · 4 13
Bjarna Randvers á Fésbók og annars staðar. Í einni af fjölmörgum kapp-
ræðum á netinu sendi hann frá sér eftirfarandi yfirlýsingu (í tveimur
færslum):
Um leið og Bjarni Randver getur bent á rannsóknirnar sem sýna fram á að málflutn-
ingur Dawkins og hans líkra ýti undir hópa sem stuðla að niðurrifi samfélagsins og
Gyðingahatri (eins og stóð í glærunum hans), þá skal ég gúddera Bjarna karlinn sem
akademískt faglegan. […] Og svo má hann gjarnan sýna fram á hvernig það sama
eigi EKKI við um málflutning kristinna manna, til dæmis Þjóðkirkjunnar.29
Misskilningur Rökkva mótar aðkomu margra að málinu. Gagnrýnendur
Bjarna Randvers virðast ætla að hann þurfi að leggja fram rannsóknir
sem sýni fram á sannleiksgildi þeirra fullyrðinga sem settar eru fram til
greiningar á glærum námskeiðsins. Það gefur auga leið að námskeiðsglærum
væru settar þröngur skorður ef allar fullyrðingarnar yrðu að vera ,sannar‘
í þeim skilningi að þær væru byggðar á empírískum rannsóknum. Í nám-
skeiði sem er öðrum þræði helgað djúpstæðum og hugmyndafræðilegum
átökum er nóg að ágreiningurinn sé til staðar til þess að það þurfi að lýsa
honum. Tilgangurinn er vitaskuld öðrum þræði að grafast fyrir um eðli
ágreiningsins sem getur verið af ýmsum toga, allt eftir sögulegu og félagslegu
samhengi hreyfingarinnar sem fjallað er um.
Önnur fullyrðing Rökkva snýr að þeirri óbeinu ásökun að Bjarni Randver
dragi aðeins fram aðra hlið málsins, að á glærum hans bregði ekki fyrir
gagnrýni á „málflutning kristinna manna, til dæmis Þjóðkirkjunnar“. Þetta
er algeng skoðun meðal forkólfa Vantrúar, t.d. setur Matthías Ásgeirsson
hana fram á vef félagsins haustið 2012, stuttu eftir frávísun Siðanefndar HÍ:
[…] heldur þú að Bjarni Randver hafi fjallað með sama hætti um Þjóðkirkjuna sem
hann tilheyrir og hefur starfað fyrir? Það er varla langsótt að segja að málflutningur
hennar og Lúthers geti (og hafi) verið vatn á myllu haturshreyfinga sem ofsækja
minnihlutahópa eins og gyðinga – er það nokkuð? Hefur hann fjallað um einhvern
annan hóp með sama hætti? Ekki er að sjá af [svo] svo sé af glærum hans.30
Matthías segir að öllum líkindum ósatt um þekkingu sína á glærum Bjarna
Randvers en hvergi er að finna nokkra vísbendingu um að hann hafi séð
meira en 10% glæranna í námskeiðinu Nýtrúarhreyfingar og hann hefur án
efa ekkert séð af glærunum í námskeiðinu Kirkjudeildarfræði sem einnig
var haldið 2009.31 Hann hefur því engar ,jákvæðar‘ og ,hlutlausar‘ glærur
að bera saman við ,vondu‘ glærurnar um Vantrú (sem eru líklega þær einu
sem hann hefur undir höndum). Að sama skapi minnist Matthías ekki einu
orði á yfirlýsingar nemenda Bjarna um námskeiðið, en þau gögn er hann þó
með. Davíð Þór Jónsson sagði t.a.m. í greinargerð sinni að Bjarni hefði gætt
„algers hlutleysis gagnvart boðskap og kenningum“ þeirra hreyfinga sem
hann ræddi og að gagnrýnastur hafi hann verið á þjóðkirkjuna „en að hans
mati hafði hún í gegn um [svo] tíðina verið iðnari við að vara við ýmsum