Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 13
Í h e i m i g e t g á t u n n a r TMM 2012 · 4 13 Bjarna Randvers á Fésbók og annars staðar. Í einni af fjölmörgum kapp- ræðum á netinu sendi hann frá sér eftirfarandi yfirlýsingu (í tveimur færslum): Um leið og Bjarni Randver getur bent á rannsóknirnar sem sýna fram á að málflutn- ingur Dawkins og hans líkra ýti undir hópa sem stuðla að niðurrifi samfélagsins og Gyðingahatri (eins og stóð í glærunum hans), þá skal ég gúddera Bjarna karlinn sem akademískt faglegan. […] Og svo má hann gjarnan sýna fram á hvernig það sama eigi EKKI við um málflutning kristinna manna, til dæmis Þjóðkirkjunnar.29 Misskilningur Rökkva mótar aðkomu margra að málinu. Gagnrýnendur Bjarna Randvers virðast ætla að hann þurfi að leggja fram rannsóknir sem sýni fram á sannleiksgildi þeirra fullyrðinga sem settar eru fram til greiningar á glærum námskeiðsins. Það gefur auga leið að námskeiðsglærum væru settar þröngur skorður ef allar fullyrðingarnar yrðu að vera ,sannar‘ í þeim skilningi að þær væru byggðar á empírískum rannsóknum. Í nám- skeiði sem er öðrum þræði helgað djúpstæðum og hugmyndafræðilegum átökum er nóg að ágreiningurinn sé til staðar til þess að það þurfi að lýsa honum. Tilgangurinn er vitaskuld öðrum þræði að grafast fyrir um eðli ágreiningsins sem getur verið af ýmsum toga, allt eftir sögulegu og félagslegu samhengi hreyfingarinnar sem fjallað er um. Önnur fullyrðing Rökkva snýr að þeirri óbeinu ásökun að Bjarni Randver dragi aðeins fram aðra hlið málsins, að á glærum hans bregði ekki fyrir gagnrýni á „málflutning kristinna manna, til dæmis Þjóðkirkjunnar“. Þetta er algeng skoðun meðal forkólfa Vantrúar, t.d. setur Matthías Ásgeirsson hana fram á vef félagsins haustið 2012, stuttu eftir frávísun Siðanefndar HÍ: […] heldur þú að Bjarni Randver hafi fjallað með sama hætti um Þjóðkirkjuna sem hann tilheyrir og hefur starfað fyrir? Það er varla langsótt að segja að málflutningur hennar og Lúthers geti (og hafi) verið vatn á myllu haturshreyfinga sem ofsækja minnihlutahópa eins og gyðinga – er það nokkuð? Hefur hann fjallað um einhvern annan hóp með sama hætti? Ekki er að sjá af [svo] svo sé af glærum hans.30 Matthías segir að öllum líkindum ósatt um þekkingu sína á glærum Bjarna Randvers en hvergi er að finna nokkra vísbendingu um að hann hafi séð meira en 10% glæranna í námskeiðinu Nýtrúarhreyfingar og hann hefur án efa ekkert séð af glærunum í námskeiðinu Kirkjudeildarfræði sem einnig var haldið 2009.31 Hann hefur því engar ,jákvæðar‘ og ,hlutlausar‘ glærur að bera saman við ,vondu‘ glærurnar um Vantrú (sem eru líklega þær einu sem hann hefur undir höndum). Að sama skapi minnist Matthías ekki einu orði á yfirlýsingar nemenda Bjarna um námskeiðið, en þau gögn er hann þó með. Davíð Þór Jónsson sagði t.a.m. í greinargerð sinni að Bjarni hefði gætt „algers hlutleysis gagnvart boðskap og kenningum“ þeirra hreyfinga sem hann ræddi og að gagnrýnastur hafi hann verið á þjóðkirkjuna „en að hans mati hafði hún í gegn um [svo] tíðina verið iðnari við að vara við ýmsum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.