Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 42
B j a r n i R a n d v e r S i g u r v i n s s o n
42 TMM 2012 · 4
hans eða líti á þau sem mikilvæga aðferð í uppreisn hans gegn veraldlegu og
trúarlegu valdi.
Sem dæmi um samsvaranir við klúran stíl Helga má nefna texta Sverris
Stormskers sem skráður er „gestahöfundur“ á Vantrúarvefnum.81 Úr röðum
sjálfra vantrúarfélaga má ennfremur finna lýsandi dæmi í skrifum Þórðar
Ingvarssonar, ritstjóra vefs Vantrúar, um Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis-
ráðherra82 og Sigurbjörn Einarsson biskup,83 en þau jafnast á við það grófasta
sem frá Helga kom. Ég forðaðist í kennslustundinni að draga fram sýnidæmi
frá þeim aðdáendum sem hvað lengst hafa gengið, en til þess að það verði
ljóst hvaða hugsun bjó að baki vali á kveðskap Helga er nauðsynlegt að sýna
hér hvernig þeir taka sér níð hans til fyrirmyndar og snúa því m.a. upp á
stjórnmál og trúmál. Þannig birtir t.d. Þórður ljósmynd á bloggvef sínum af
nær naktri konu í kynlífsstellingu og setur andlitsmynd af forsætisráðherra
yfir andlit hennar og skrifar fyrir neðan klúran texta.84 Í inngangi sínum
lýsir Þórður Jóhönnu sem „forsætisráðfrú“, rétt eins og Helgi hafði áður
gert í kvæði sínu um Ragnhildi Helgadóttur í einu af sýnidæmunum sem
ég tók um skáldskap hans: „Ragnhildi skal ríða smokklaust. / Ráðfrú (ekki
ráð –herri) sú vill ekki plast“. Í tilefni þess að eitt ár var liðið frá andláti
Sigurbjörns Einarssonar biskups birtir Þórður ennfremur minningargrein
um hann á bloggvef sínum þar sem hann lætur stóryrðum rigna yfir hann í
löngu máli og setur síðan fram grófan klámleikþátt um fund sonarins Karls
biskups með föður sínum á dánarbeðinu.85 Þessi skrif eru í anda Helga í
kvæðinu á glærunni þar sem hann bölvar eistum Sigurbjörns vegna þess að
nokkrir sona hans hafi orðið prestar.86 Í raun eru hugtökin mörg úr þessum
kvæðum Helga sem vantrúarfélagar hafa nýtt sér í trúarbragðagagnrýni
sinni en þar má einnig nefna byskoppur, krosslafur, Gvuð, Ésú, kyrkja og
kristlingur.87
En þó svo að Helgi hikaði ekki við að tala um þá sem hann var ósáttur við
með neikvæðum hætti sárnaði honum það augljóslega þegar eitt dagblaðið
kallaði hann „Skyrgám“ vegna þess að hann hafði slett skyri á biskup og
ráðamenn. Ljóðið „Skyr Tjara“88 snýst um þetta.
Í kjölfar sýnidæmanna um kveðskap Helga koma tvær glærur um tengsl
hans við félögin Siðmennt og Vantrú. Fyrri glæran hefur að geyma frétt úr
DV af netinu með viðtali við Reyni Harðarson þar sem m.a. kemur fram
að Helgi hafi verið heiðursfélagi í Vantrú og nafnið Siðmennt sé komið frá
honum.89 Á síðari glærunni er að finna staðfestingu frá Helga í bók hans
Þrælar og himnadraugar á því að Siðmenntarheitið sé frá honum komið og
er ögrandi orðalagið um ritstuld þar að hætti hans.90 Ég skil orðalag Helga
þannig að umræddir einstaklingar einkum úr röðum Siðmenntar og Van-
trúar hafi í raun tekið við kyndlinum af honum í baráttu hans. Þó svo að
Helgi tali þar um „þjófnað“ sé ég ekki að honum hafi þótt það slæmt sem
hann ræðir þar og ekki setti ég það heldur fram með þeim hætti í fyrirlestr-
inum. Tilgangurinn með glærunni var fyrst og fremst að draga fram tengslin