Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 132

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 132
D ó m a r u m b æ k u r 132 TMM 2012 · 4 Björn Halldórsson í Sauðlauksdal hefur löngum verið kenndur við þá kartöflu sem hann, einna fyrstur manna, kom úr moldu hérlendis, en hann skrifaði líka ritlinga um hugðar- efni sín, meðal annars Atla, kennslurit fyrir bændur í samtalsformi, og Arn- björgu, til þess að leiðbeina húsfreyjum um rétta breytni og hvernig þær gætu best orðið bónda sínum að liði við búskapinn. Grasnytjar er ef til vill þekktasta rit hans af þessu tagi, og end- urómar nokkuð í þessari skáldsögu, en þá bók Björns nefndi Gunnar Gunnars- son sérstaklega sem það rit sem hann hefði haft af mest gagn þegar hann skrifaði örlagasögu sem gerist á sömu slóðum, Svartfugl. Ekki má heldur gleyma því að Björn var ekki einhamur fremur en aðrir upplýsingarmenn og fékkst því einnig við skáldskap. Þar hefur þetta kvæðisupphaf orðið fleygast þótt nú sé það vafalaust flestum gleymt. Í anda þeirra mága er hér dugnaðurinn lofsunginn og boðaður landanum: Ævitíminn eyðist, unnið skyldi langtum meir. Síst þeim lífið leiðist sem lýist þar til út af deyr. Þá er betra þreyttur fara að sofa, nær vaxið hefur herrans pund en heimsins stund líði í leti og doða. Þetta er orðinn alllangur formáli að stuttri skáldsögu Sölva Björns Sigurðs- sonar, en engu að síður er ágætt að setja hana í rétt sögulegt samhengi til skiln- ingsauka. En þá er tímabært að spyrja réttmætrar spurningar: Hvað hefur þessi saga um grös og ræktunarstarf í afviknum dal fyrir rúmum tvö hundruð árum að segja okkur nútímafólki? Getur hún átt nokkurt erindi við okkur hér og nú? Því er fljótsvarað: Saga Sölva talar beint til okkar tíma og snilld sögunnar er fólgin í því hvað hún gerir það með beinskeyttum en jafnframt táknlegum hætti. Bakgrunnur sögunnar eru Skaft- áreldar 1783, jörð brennur í Skaftafells- sýslu og það er dimmt yfir mannlífi; skepnur og menn falla svo upplausn blasir við og óvíst með áframhald búsetu á Íslandi. Algert hrun í orðsins fyllstu merkingu hefur því orðið á Íslandi þegar Björn gamli Halldórsson tekur sig upp frá dvalarstað sínum í ell- inni, Setbergi í Eyrarsveit, blindur og stirður ekkill, og heldur á sitt forna býli í Sauðlauksdal. Þar hyggst hann halda veislu mikla fyrir helstu höfðingja og máttarstólpa lands og þjóðar, þar sem allur matur yrði ræktaður af honum sjálfum í túninu heima. Með því móti hugðist hann efla trú þeirra á landið og þannig myndi hefjast sú uppbygging sem þjóðin svo sárlega þarfnaðist og Björn trúir einlæglega á, þrátt fyrir allt. Eða eins og hann segir á einum stað: „Hví ganga menn þá blóðhlaupnir um löndin, hugsaði ég, þegar öll lífsins björg getur gróið í túngarðinum heima?“ (90) Að hjálpa Íslendingum að hjálpa sér sjálfir – það var grundvallarhugsjón þeirra mága og í henni meðal annars var bylting upplýsingarinnar fólgin. Um hliðstæður þessa við stöðu okkar í samtímanum þarf ekki að fjölyrða. Þær blasa við þótt ekki verði þeim miklu hörmungum sem dundu yfir Íslendinga í Móðuharðindunum jafnað við fjármála- hrunið síðasta, þótt sumir hafi reyndar gert það. Sölvi Björn teflir fram lærdómi Björns og dugnaði, trú á landið og ávexti þess, en við hlið hans stillir hann upp ungu pari sem aðstoðar öldunginn og má túlka sem fulltrúa framtíðarinnar; Maríu sem hefur tileinkað sér þekkingu hans á jurtum og útbýr úr þeim heil- næmar og góðar máltíðir, og Scheving hinum unga sem er brokkgengari pers-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.