Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 94

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 94
94 TMM 2012 · 4 Ólafur Páll Jónsson Einn í hári I Kona nokkur var gift karli, vísast hinum mætasta manni, en á honum þó sú mis- smíði af skaparans hálfu að typpið var bara tveir þumlungar hið mesta. Af þessum sökum hafði konan litla unun af samförum þeirra hjóna. Ekki var við marga að mæðast yfir þessu í sveitinni og því bar hún vandræði sín upp við sóknarprestinn með svofelldum orðum: „Einn í hári og annar inn, og hvað er þá fyrir dráttinn, séra minn?“ Þessi saga sem afi minn sagði mér fyrir löngu síðan rifjaðist upp fyrir mér um daginn þegar ég greip ofan í opinbera umræðu um rakstur á kynfærahárum. Mér fannst þessi saga gera umræðuefnið, sem annars kom mér frekar á óvart, tiltölulega lógískt. Væri maður karl með pínulítið typpi, þá kysi maður vísast hárleysi á báða bóga svo eitthvað yrði eftir fyrir dráttinn þegar þannig stæði á. Og vissulega gæti kona, sem ætti sér snubbóttan rekkjunaut, hugsað sem svo að best væri að raka sig neðantil svo unaður samfaranna tapaðist ekki í hárbrúskinum. Það vakti hins vegar undrun mína að ég gat ekki fundið samsvarandi umfjöllun um að íslenskir karl- menn væru almennt svo snubbóttir að neðan að konur þyrftu að liðsinna þeim við kynlífið með því að raka sig. Og það var heldur ekki viðlíka umfjöllun um að snubb- óttir karlar ættu að raka sín kynfærahár svo þeir mættu gagnast rekkjunautum sínum. En svo var annað sem olli mér heilabrotum. Þótt rakstur á kynfærahárum gæti þannig að sönnu verið lógísk iðja, þá velti ég því fyrir mér hvers vegna um þetta væri rætt á opinberum vettvangi. Standi þannig á hjá karli að hann geti ekki gagnast konu, þá virðist mér það þesskonar vandamál sem hann ræðir einslega við einhvern sem hugsanlega getur liðsinnt honum, og þá ýmist fundið líkamlega bót á þessum annmarka eða stappað í hann andlegu stáli svo sálarlífið verði ekki jafn endasleppt og kynlífið. Og kona sem á sér snubbóttan rekkjunaut ber vandræði sín ekki á torg heldur leitar ráða, og þá jafnvel hjá sóknarprestinum ef ekki er um aðra kosti að ræða. Hvernig má þá vera að um rakstur á kynfærum sé rætt og fjölyrt á opinberum vettvangi? Og hvers vegna eru svo margir karlar sem raun ber vitni á þeirri skoðun að konur eigi raka á sér kynfærin? Varla eru þeir allir hræddir um að ná ekki í gegn ef á reynir. Eftir því sem ég velti þessu meira fyrir mér óx undrun mín yfir umræðunni frekar en að hún minnkaði. Ekki hefur hvarflað að mér að hafa skoðun á því hvað konur geyma í náttborðsskúffunni sinni. Það er bara þeirra einkamál. Og enn síður hef ég skoðun á því hvað þær geyma í nærbuxunum. Það kemur mér bara alls ekki við. Á meðan það sem þannig er haft utan seilingar er ekki hættulegt öðrum – er t.d. hvorki eitur né sprengiefni – þá varðar bara ekki nokkurn mann um hvað það er eða hvernig það er eða hvort það er yfirleitt á einn veg frekar annan. Það sem er gyrt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.