Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 97
Á d r e p u r TMM 2012 · 4 97 hann ræktar á túnunum sínum, bóndi sem verður að sætta sig við að bera á að vori en getur ekki valið sjálfur þá grastegund sem honum geðjast best að.“ III Ég hafði hætt mér inn í vangaveltur um rakstur á kynfærahárum, komist að því að samfélagið væri undirlagt af þrælslegu gildismati en endað í samræðum sem tóku á sig mynd fróðleiksdálks í Bændablaðinu. Það sem um hríð hafði virst svo augljóslega verkefni fyrir skólana, reyndist ekki vera verkefni yfirleitt – hvorki fyrir skólana né aðra. „Siðferðið er ekki verkefni, það er lífið sjálft“ hafði kunningi minn sagt og þetta suðaði í eyrum mér. Þegar ég horfði í kringum mig með þessa setningu í eyr- unum, hlustaði á fólk sem vildi ná langt og las auglýsingar frá háskólunum sem vilja hjálpa fólki að ná árangri í lífinu, þá gat ég ekki betur séð en að það væri einmitt litið á siðferðið sem verkefni. Hafði kunningi minn líka gleymt að deyja á öldinni sem leið? En getur hið góða líf, hvað sem það annars er, verið verkefni? Samkvæmt þessari hugmynd byrjum við tilveruna sem börn utan við lífið en við höfum skólana til að undirbúa okkur. Ef vel tekst til með undirbúninginn, þá komum við okkur vel fyrir á vinnumarkaði. Þar byrjar verkefnið fyrir alvöru. Á meðan við reynum að fóta okkur í samkeppninni um metorð og virðingu gætum við þurft að fresta því að vera heiðarleg, örlát, gjafmild, réttsýn og umhyggjusöm. Við gætum þurft að fresta þessu þangað til betur stendur á. Afrakstur verkefnisins er svo metinn á mælikvarða sam- félagsins, einkum í fermetrum og hestöflum, eftir duttlungum tískunnar sem boðar hreinar línur, tómlegar stofur og gljáandi eldhús. Þegar búið er að koma sér upp góðu lífi, tekur næsta verkefni við, en það er að lifa vel. Aftur fór ég á stúfana og gerði vettvangsrannsókn í blöðum, sjónvarpi og á netinu. Línurnar voru fremur skýrar. Að lifa vel er að lifa ríkulega, svala löngunum sínum, fá útrás fyrir hvatir sínar, og hvíla sig í huggulegheitum þess á milli. En hvernig tengist þetta þá því hvort konur raka píkuhárin í burtu eða ekki? Var ég alveg búinn að týna þræðinum sem ég hafði verið að spinna? Nei, reyndar ekki. Þráðurinn var þarna, býsna vel spunninn. Hið góða líf, eins og það birtist í tíðarand- anum, er nefnilega ekki fyrir konur, þær eru bara hluti af því. Sá sem hefur komið sér upp góðu lífi á ekki bara stórt hús og kraftmikinn bíl, hann á líka konu sem fer vel í stofunni, er glæsileg við hlið hans í bílnum, svalar löngunum hans í eldhúsinu og er vettvangur útrásar í svefnherberginu. Í tískunni sem vill hafa allt hreint og beint, og í tíðarandanum sem gerir ráð fyrir að allt sé undirorpið mannlegri stjórn- visku, er hverskyns truflun óæskileg, óreiða er dauðasynd og náttúran táknar hand- anheim sem ber að sigrast á eða forðast að öðrum kosti. Dýr tilheyra náttúrunni og eru loðin en fólk er ekki hluti af náttúrunni, það stendur utan við hana – ofan við hana – og þess vegna hafa karlar, sem vilja koma sér upp góðu lífi, ekki áhuga á konum með hár á líkamanum. Í þessum heimi karlmennskunnar gjaldfella píkuhár- in konuna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.