Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 102
D ó m a r u m b æ k u r 102 TMM 2012 · 4 öllum öldum og stöðum. Þannig hafi Hagmennið (homo economicus) ekki alltaf verið til, þ.e. sú afstaða að láta öll önnur sjónarmið lönd og leið en þau að selja fyrir hæsta verðið og kaupa fyrir það lægsta. Slíkt geti ekki verið eitthvert eilíft eðli mannsins. Að vísu heldur Stef- án því fram að rannsóknir bendi til þess að réttlætiskennd og samúð séu áskap- aðir eiginleikar manna og gæti hann með því virst boða algilt samfélagslegt eðli manna en hann er fljótur að bæta við að „[m]ikilvægust [sé] þó sú stað- reynd að mannskepnan er illútreiknan- leg, hennar eðli er ekki auðfundið“ (254). En þar eð mannseðlið er ekki eitt eru markaðir og ríki heldur ekki öll eins. Allt sé þetta aðstæðubundið: Í sumum þjóðfélögum gagnist aukið markaðsfrelsi, í öðrum verði það til þess að frelsið snúist upp í andhverfu sína, auðhelsi. Það geti í raun verið enn svæð- isbundnara hvaða stefnu beri að fylgja hverju sinni og jafnaðarstefnan átt við um aðgang manna að heilbrigðisþjón- ustu en markaðshyggjan ein um verð- bréfaviðskipti. En hvar mörkin liggja verður reynslan að skera úr um, hvernig sem hún er síðan metin eða mæld. Enn fremur reynist mjög erfitt að finna einhlíta skilgreiningu á lykilhug- taki frjálshyggjunnar, frelsinu; væntan- lega megi aðeins hrekja vissar kenningar um frelsið en ekki sanna neina. Leggur Stefán því til að notast sé við mismun- andi gerðir frelsis eftir samhengi. En fyrir vikið verður frelsisskilningur frjálshyggjumanna (sjá (a) í upptalning- unni hér að ofan) æði þröngur, einkum vegna þess hvernig þeir forðist að líta á manninn sem samfélagsveru, t.d. myndu þeir „aldrei viðurkenna að upp- eldi geti aukið eða minnkað frelsi manna“ (181) og „hljóti að viðurkenna að bann við mansali sé frelsisskerðing“ (169). Í umfjöllun sinni um aðgreiningu Isaiahs Berlin á jákvæðu og neikvæðu frelsi, þ.e. sjálfræði og kvaðaleysi, segist Stefán – í góðu samræmi við öfgalausa miðjustefnu sína – vera „neikvæður jákvæðnisinni“: Slíkur maður „lætur sér nægja að berjast gegn gefnum takmörk- unum á sjálfræði í stað þess að berjast fyrir algeru sjálfræði“ (176). Og „sem hentistefnumaður hlýt ég að játa að frelsið er ekki heilög kýr,“ (189), þ.e. ekki tilgangur í sjálfu sér, ólíkt því sem frjálshyggjumenn boða. Þessi sjálfs- lýsing höfundar er í samræmi við aðrar, t.d. segist hann aðhyllast „neikvæða jafnaðarmennsku“: Í því felst að hann er „ekki endilega fylgismaður mikils jöfn- uðar“ (303), forðist stórtækar og áhættu- samar þjóðfélagstilraunir í anda „lýð- ræðislegs sósíalisma“ (219) og mælir þess í stað með svokölluðu „lágmarks- velferðarríki“, sem sjái til þess „að allir borgarar njóti lágmarksöryggis“ (282) en geri þá ekki háða opinberri aðstoð. Þó segist Stefán einnig vilja 1) „koma í veg fyrir að menn fari á vonarvöl og verði jafnt örbjarga sem valdlausir“, 2) „tryggja öllum sem jöfnust tækifæri“, 3) „berjast gegn auðvaldi“, 4) „efla eftir- spurnarhliðina, neytendur“ þegar þess þarf og 5) draga með þessum hætti úr þjóðfélagslegum kostnaði af misskipt- ingu auðs (304–307). Ef til vill er það því nokkuð vandrataður vegur sem „miðjan harða og hentistefnan mjúka“ vill vísa mönnum.7 Í skólaspeki miðalda þróaðist svo- nefnd quæstio-aðferð við að rökræða heimspekileg og guðfræðileg efni. Var þá fyrst fjallað um eina skoðun, því næst um andstæða skoðun og loks sett fram hin rétta skoðun með tilliti til kosta og galla hinna. Segja má að höf- undur Kreddu í kreppu fylgi með nokk- uð samfelldum hætti svipaðri aðferð, auk þess sem hann setur fram rök sín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.11.2012)
https://timarit.is/issue/401780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.11.2012)

Aðgerðir: