Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 102
D ó m a r u m b æ k u r
102 TMM 2012 · 4
öllum öldum og stöðum. Þannig hafi
Hagmennið (homo economicus) ekki
alltaf verið til, þ.e. sú afstaða að láta öll
önnur sjónarmið lönd og leið en þau að
selja fyrir hæsta verðið og kaupa fyrir
það lægsta. Slíkt geti ekki verið eitthvert
eilíft eðli mannsins. Að vísu heldur Stef-
án því fram að rannsóknir bendi til þess
að réttlætiskennd og samúð séu áskap-
aðir eiginleikar manna og gæti hann
með því virst boða algilt samfélagslegt
eðli manna en hann er fljótur að bæta
við að „[m]ikilvægust [sé] þó sú stað-
reynd að mannskepnan er illútreiknan-
leg, hennar eðli er ekki auðfundið“
(254). En þar eð mannseðlið er ekki eitt
eru markaðir og ríki heldur ekki öll
eins. Allt sé þetta aðstæðubundið: Í
sumum þjóðfélögum gagnist aukið
markaðsfrelsi, í öðrum verði það til þess
að frelsið snúist upp í andhverfu sína,
auðhelsi. Það geti í raun verið enn svæð-
isbundnara hvaða stefnu beri að fylgja
hverju sinni og jafnaðarstefnan átt við
um aðgang manna að heilbrigðisþjón-
ustu en markaðshyggjan ein um verð-
bréfaviðskipti. En hvar mörkin liggja
verður reynslan að skera úr um, hvernig
sem hún er síðan metin eða mæld.
Enn fremur reynist mjög erfitt að
finna einhlíta skilgreiningu á lykilhug-
taki frjálshyggjunnar, frelsinu; væntan-
lega megi aðeins hrekja vissar kenningar
um frelsið en ekki sanna neina. Leggur
Stefán því til að notast sé við mismun-
andi gerðir frelsis eftir samhengi. En
fyrir vikið verður frelsisskilningur
frjálshyggjumanna (sjá (a) í upptalning-
unni hér að ofan) æði þröngur, einkum
vegna þess hvernig þeir forðist að líta á
manninn sem samfélagsveru, t.d.
myndu þeir „aldrei viðurkenna að upp-
eldi geti aukið eða minnkað frelsi
manna“ (181) og „hljóti að viðurkenna
að bann við mansali sé frelsisskerðing“
(169).
Í umfjöllun sinni um aðgreiningu
Isaiahs Berlin á jákvæðu og neikvæðu
frelsi, þ.e. sjálfræði og kvaðaleysi, segist
Stefán – í góðu samræmi við öfgalausa
miðjustefnu sína – vera „neikvæður
jákvæðnisinni“: Slíkur maður „lætur sér
nægja að berjast gegn gefnum takmörk-
unum á sjálfræði í stað þess að berjast
fyrir algeru sjálfræði“ (176). Og „sem
hentistefnumaður hlýt ég að játa að
frelsið er ekki heilög kýr,“ (189), þ.e. ekki
tilgangur í sjálfu sér, ólíkt því sem
frjálshyggjumenn boða. Þessi sjálfs-
lýsing höfundar er í samræmi við aðrar,
t.d. segist hann aðhyllast „neikvæða
jafnaðarmennsku“: Í því felst að hann er
„ekki endilega fylgismaður mikils jöfn-
uðar“ (303), forðist stórtækar og áhættu-
samar þjóðfélagstilraunir í anda „lýð-
ræðislegs sósíalisma“ (219) og mælir
þess í stað með svokölluðu „lágmarks-
velferðarríki“, sem sjái til þess „að allir
borgarar njóti lágmarksöryggis“ (282) en
geri þá ekki háða opinberri aðstoð. Þó
segist Stefán einnig vilja 1) „koma í veg
fyrir að menn fari á vonarvöl og verði
jafnt örbjarga sem valdlausir“, 2)
„tryggja öllum sem jöfnust tækifæri“, 3)
„berjast gegn auðvaldi“, 4) „efla eftir-
spurnarhliðina, neytendur“ þegar þess
þarf og 5) draga með þessum hætti úr
þjóðfélagslegum kostnaði af misskipt-
ingu auðs (304–307). Ef til vill er það því
nokkuð vandrataður vegur sem „miðjan
harða og hentistefnan mjúka“ vill vísa
mönnum.7
Í skólaspeki miðalda þróaðist svo-
nefnd quæstio-aðferð við að rökræða
heimspekileg og guðfræðileg efni. Var
þá fyrst fjallað um eina skoðun, því
næst um andstæða skoðun og loks sett
fram hin rétta skoðun með tilliti til
kosta og galla hinna. Segja má að höf-
undur Kreddu í kreppu fylgi með nokk-
uð samfelldum hætti svipaðri aðferð,
auk þess sem hann setur fram rök sín