Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 79
Ti l m ó t s v i ð l í f s r e y n s l u n a
TMM 2012 · 4 79
Hvað með drottninguna í ævintýrinu, þá sem brosir í ljóði Heines en
hlær hjá Jónasi, má sjá ummerki hennar hjá Þorsteini? Hugsanlega á hún „í
hjartanu stað“. Bók Matthíasar fjallar hinsvegar um drottningu sem gerðist
lífsförunautur yrkjandans, hamingjudís sem hann hefur nú séð hverfa yfir í
ríki dauðans. Hann skoðar lífið í skuggsjá hennar, lifandi og látinnar (44):
Ég sé þig, mín
innri augu leita þín,
þú ert þarna
engill í mynd
eftir Chagall, svífandi
mynd eins og nú
og samt ertu farin
og engillinn er ekki þú.
Sú sem þarna er ávörpuð hafði löngum verið lifandi ljóðgyðja skáldsins, í
senn náttúruafl og ástarfylgd, eins og glöggt má sjá í bókinni Jörð úr ægi
(1961) og víðar í ljóðum Matthíasar. Í ljóðabókinni Vegur minn til þín (2009)
er hún nærstödd þegar skáldið yrkir um aldurinn sem færist yfir hann og
flytur feigðarboð. Þá endurnýjar hann líf sitt hjá henni og þriðji bókarhlut-
inn, sem nefnist „Andartak þitt“, geymir eitt fegursta safn ástarljóða sem
við eigum á íslensku. Þegar þau voru ort átti hún skammt eftir ólifað, þótt
hvorugt þeirra vissi það. Hún fékk að heyra ljóðin en lifði ekki að sjá bókina
koma út. Í bókarauka fylgir ljóð sem skáldið orti um kveðjustund þeirra:
„Tvö ein“.5 Segja má að sú kveðjustund haldi áfram í bókinni Söknuði, sem er
syrpa tregaljóða er skáldið yrkir með hliðsjón af hefðbundnum elegíum, en
fer þó sínar eigin leiðir í formi og stíl, yrkir ýmist í bragbundnu eða frjálsu
formi, eða leitar tilbrigða á svæðinu þar á milli.
Þeir Matthías og Þorsteinn eiga það reyndar sameiginlegt að vera marg-
hamir í ljóðrænni tjáningu og hafa báðir átt drjúgan þátt í að endurnýja
bæði gamlar braghefðir og móderníska framsetningu í íslenskri ljóðlist og
samvirkja þessa tjáningarhætti. Líkt og Matthías hefur Þorsteinn einnig
ort eftirminnileg ástarljóð, sem og minningaljóð um stundir og staði er
bera litbrigði ástarinnar, þótt með þöglum hætti sé. Í upphafsorðum þess-
arar greinar var vitnað til ljóðlína skáldanna um þau er áttu „þessa jörð“
(Matthías) eða voru „jörðin í svefni“ (Þorsteinn). Hér væri freistandi að bera
Þorstein og Matthías saman sem náttúruskáld sem með jarðarhugtakinu
spanna heimkynnin allt frá afmörkuðum foldarreit á líðandi stund til víð-
ustu veraldar. En ég vil staldra við þá lífsreynslu sem kjarnast í lýsingum
skáldanna á einveru og samfylgd í spegli minnisins. Umrætt ljóð Þorsteins
nefnist „Í árdaga“ (10) og hefst svo: