Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 79
Ti l m ó t s v i ð l í f s r e y n s l u n a TMM 2012 · 4 79 Hvað með drottninguna í ævintýrinu, þá sem brosir í ljóði Heines en hlær hjá Jónasi, má sjá ummerki hennar hjá Þorsteini? Hugsanlega á hún „í hjartanu stað“. Bók Matthíasar fjallar hinsvegar um drottningu sem gerðist lífsförunautur yrkjandans, hamingjudís sem hann hefur nú séð hverfa yfir í ríki dauðans. Hann skoðar lífið í skuggsjá hennar, lifandi og látinnar (44): Ég sé þig, mín innri augu leita þín, þú ert þarna engill í mynd eftir Chagall, svífandi mynd eins og nú og samt ertu farin og engillinn er ekki þú. Sú sem þarna er ávörpuð hafði löngum verið lifandi ljóðgyðja skáldsins, í senn náttúruafl og ástarfylgd, eins og glöggt má sjá í bókinni Jörð úr ægi (1961) og víðar í ljóðum Matthíasar. Í ljóðabókinni Vegur minn til þín (2009) er hún nærstödd þegar skáldið yrkir um aldurinn sem færist yfir hann og flytur feigðarboð. Þá endurnýjar hann líf sitt hjá henni og þriðji bókarhlut- inn, sem nefnist „Andartak þitt“, geymir eitt fegursta safn ástarljóða sem við eigum á íslensku. Þegar þau voru ort átti hún skammt eftir ólifað, þótt hvorugt þeirra vissi það. Hún fékk að heyra ljóðin en lifði ekki að sjá bókina koma út. Í bókarauka fylgir ljóð sem skáldið orti um kveðjustund þeirra: „Tvö ein“.5 Segja má að sú kveðjustund haldi áfram í bókinni Söknuði, sem er syrpa tregaljóða er skáldið yrkir með hliðsjón af hefðbundnum elegíum, en fer þó sínar eigin leiðir í formi og stíl, yrkir ýmist í bragbundnu eða frjálsu formi, eða leitar tilbrigða á svæðinu þar á milli. Þeir Matthías og Þorsteinn eiga það reyndar sameiginlegt að vera marg- hamir í ljóðrænni tjáningu og hafa báðir átt drjúgan þátt í að endurnýja bæði gamlar braghefðir og móderníska framsetningu í íslenskri ljóðlist og samvirkja þessa tjáningarhætti. Líkt og Matthías hefur Þorsteinn einnig ort eftirminnileg ástarljóð, sem og minningaljóð um stundir og staði er bera litbrigði ástarinnar, þótt með þöglum hætti sé. Í upphafsorðum þess- arar greinar var vitnað til ljóðlína skáldanna um þau er áttu „þessa jörð“ (Matthías) eða voru „jörðin í svefni“ (Þorsteinn). Hér væri freistandi að bera Þorstein og Matthías saman sem náttúruskáld sem með jarðarhugtakinu spanna heimkynnin allt frá afmörkuðum foldarreit á líðandi stund til víð- ustu veraldar. En ég vil staldra við þá lífsreynslu sem kjarnast í lýsingum skáldanna á einveru og samfylgd í spegli minnisins. Umrætt ljóð Þorsteins nefnist „Í árdaga“ (10) og hefst svo:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.