Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 114
D ó m a r u m b æ k u r 114 TMM 2012 · 4 Lovecraft setti fram þá kenningu um hrylling að hann ætti sér uppsprettu í því óþekkta, sem meðal annars felst í ókönnuðum víðáttum handan mannlegs skilnings og greiningar: „Tiltekið and- rúmsloft kæfandi og óskýranlegs ótta við ytri, óþekkta krafta verður að vera til staðar“ segir Lovecraft í ritgerð sinni um yfirnáttúrulegan hrylling í bók- menntum, og bætir við síðar: „Próf- raunin á hið virkilega undarlega er ein- faldlega þessi – hvort það takist eða ekki að vekja með lesandanum djúpstæða til- finningu ógnar og gefa til kynna snert- ingu við óþekkt svið og öfl; hárfína áherslu á óttablanda hlustun, eins og eftir slætti svartra vængja eða krafsi annarlegra skugga og vera sem byggja ystu mörk hins þekkta heims“.5 Sýn Lovecrafts er náskyld hryllingi þeim sem Joseph Conrad lýsir í Innstu myrkrum (1899), en þar er það einmitt hið ókannaða svæði, utan landkönnunar og vestrænnar siðmenningar, sem býr yfir hinum hreina hryllingi: „Þetta er hryllingur! Hryllingur!“6 Þessar hug- myndir birtast greinilega í Hálendinu, þar sem persónur deila um hvort kalla megi umhverfið eyðimörk en önnur kvenn anna, Vigdís, bendir á þá einföldu staðreynd að „Þriðjungur Íslands er skilgreindur sem eyðimörk“ (32). Auðn- in er að auki byggð undarlegu dýralífi, en svo virðist sem hjúin á bænum haldi skepnur – sem þau þó sjá aldrei, og hæni að sér tófur, sem eiga seinna eftir að taka ýmisskonar hamskiptum. Allt eru þetta kunnugleg stef úr verkum Love- craft. Maðurinn með fálmarana upp úr hausnum sem Anna sér í leyniherbergi hússins er þó líklega skýrasta tilvísunin, en óvættir með marga fálmara eru vin- sælir í verkum höfundarins, og vísa iðu- lega í einhverskonar tegundablöndun, aðallega milli manna og neðansjávar- vera: maður með stórt, klunnalegt höfuð, gapandi munn og pírð augu; húðin sigin og að því er virtist of stór, eins og henni hefði verið fleygt yfir hann. Upp úr höfð- inu stóðu svartir fálmarar í iðandi kös sem teygðu sig eftir henni – (115) Og líkt og vísindamenn í verkum Love- crafts virðist svo sem kallinn í húsinu á Hálendinu hafi eitt sinn verið frægur vísindamaður sem hafi stundað var- hugaverðar tilraunir á mönnum, auk þess að hafa getið börn við systur sinni. Tilvísanir til annarra hrollvekja er mikilvægur hluti af sögu hrollvekjunn- ar, en annar þekktur tengslaheimur hennar er þjóðsagan. Steinar Bragi nýtir sér vel íslenskan þjóðsagnaarf, sem, líkt og tök hans á tilvísanaheimi hrollvekj- unnar, verður aldrei íþyngjandi eða ofaukið. Sem dæmi má nefna að konan heitir Ása, eins og ein af systrunum þremur í tröllaævintýrinu um Kolrössu krókríðandi. En það eru ekki aðeins beinar skírskotanir af þessu tagi sem tengja söguna við þjóðsögur; líkt og með tengslin við náttúruna og umhverf- ið sem eyðimörk, ræða persónur bókar- innar beinlínis aðstæður sínar í ljósi þjóðtrúar. Egill segist hafa hitt rithöf- und sem: hélt því fram að á ákveðnum svæðum landsins, þar sem eru engin símamerki eða útsendingarbylgjur eða nokkuð af þessu drasli sem fyllir loftið í bænum, söfnuðust allir draugarnir saman, og púkarnir og útburðirnir, huldufólkið, álfarnir, landvættirnir, skrímslin. Af því þau kæmust ekki fyrir annars staðar. (50) Þetta finnst Hrafni hljóma skynsamlega. Í kjölfarið ímyndar Egill „sér hvernig hefði verið að alast upp þarna, á sönd- unum. – Á nítjándu öld. Eða átjándu eða sautjándu, sextándu. „Ég skil ekki hvernig fólk gat búið hérna í gamla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.