Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 52
Þ o r s t e i n n Þ o r s t e i n s s o n 52 TMM 2012 · 4 án skýrs eða umritanlegs inntaks er ekki heiglum hent, til þess þarf fágætt skynbragð á möguleika tungumálsins. Og ljóðin sem Steinn orti til viðbótar í þessum stíl en tók ekki upp í flokkinn sýna best hversu vandasöm þessi skáldskaparaðferð er. Hannes telur að hún geti verið holl um stundarsakir en virðist hafa áhyggjur af því að ljóð af þessu tagi festist í sessi og leiði til stöðnunar „sé kröfunni um merkingarleysi fylgt eftir af einni, ég tala ekki um tveimur kynslóðum skálda“. Sá ótti er þó væntanlega ástæðulaus; til þess er aðferðin of erfið og ólíkleg til vinsælda. Að lokum segir Hannes að hugtök á borð við margræði, tvísæi og torræði, allt kunnar eigindir ljóða, verði ekki höfð um Tímann og vatnið – því öll gilda þau einungis þar sem merking er fyrir. Ljóð sem aðeins „eru“ geta hvorki verið margræð, tvísæ né torræð frekar en fuglasöngur eða lækjarbunuhljóð. Þetta hafa sumir lesendur verksins ekki skilið og leitað merkingar í Tímanum og vatninu þvert ofan í einkunnarorð skáldsins [leturbreytingar hér]. Hannes undanskilur þau ljóð sem virðist ort „an die ferne Geliebte“ en annars er grein hans afar skýrt dæmi um þennan skilning á einkunnarorð- unum – sem aftur ræður skilningi á ljóðaflokknum – og hún er skrifuð af næmu skáldi sem íhugað hefur vanda listar sinnar. Svipuð er afstaða Jóns Óskars sem tók upp hanskann fyrir atómskáldin og taldi fjarri sanni þær kenningar – sem íslenskir bókmenntafræðingar hafa árum saman tuggið hver eftir öðrum, að atómskáldin hafi haft að leiðarljósi þessa setningu eftir Archibald MacLeish sem Steinn hafði að einkunnarorðum fyrir Tímanum og vatninu: „A poem should not mean, but be“. Þeir hafa ekki viljað skilja, að Tíminn og vatnið og sá boðskapur merkingarleysu sem menn telja að ráði þar, koma atómkveðskapnum ekkert við.5 Nokkuð bar á skyldri ljóðaumræðu í Þýskalandi á sjötta og sjöunda áratugnum. Skáldið Gottfried Benn boðaði í frægum fyrirlestri 1951 „hið algera ljóð, án trúar, án vonar, engum ætlað, ljóð af orðum gert“.6 Á öndverðum meiði var til að mynda Hans Magnus Enzensberger sem ritaði að ljóð yrði að vera ætlað einhverjum; það gæti tekið hvaða afstöðu sem væri nema aðeins eina: þá að meina ekkert og engan, vera einungis tungumál og sælt með að vera það sjálft. En ef taka ætti mark á ljóði, bætti hann við, yrði lestur þess að veita ánægju.7 Ef til vill glittir í hina þýsku umræðu á bak við grein Hannesar, ég veit það ekki, en reyndar hafði Hannes verið við nám í Þýskalandi á sjötta áratugnum og eflaust fylgst vel með umræðu af þessu tagi. Ekki er óhugsandi að Steinn hafi sjálfur skilið einkunnarorðin áþekkum skilningi – eða ef til vill hugsað þau sem vörn gegn hverskyns útleggingu öllu heldur – þó um það séu engar heimildir svo að mér sé kunnugt. Að minnsta kosti fjarlægði hann orðin við seinni útgáfu bálksins 1956, enda hæfa þau honum tæpast séu þau skilin svo. Sigfús Daðason andæfir þessum skilningi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.