Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 127
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 4 127
Með sama hætti og merkidagarnir
skilgreina tímann þá flakkar sögumaður
á milli staða sem skilgreina rýmið fyrir
henni. Hún nemur sífellt staðar á stöð-
um sem helgaðir eru rithöfundum, líkt
og hún sé að máta sig við þann hóp sem
hún tilheyrir. Hún veltir vöngum yfir
húsum skálda og listamanna og þá sér-
staklega hvers vegna eingöngu hús karl-
manna séu opnuð upp á gátt sem söfn
(198). Það tengist svo aftur vangaveltum
um rými konunnar. Amma sögumanns
bendir henni á að fjósið hafi verið rými
konunnar, þar hafi verið mest næði
(115).5 Þegar sögumaður fer til Englands,
á slóðir rithöfundarins Williams Words-
worth, þá er það systir hans Dorothy
sem verður henni innblástur. Dorothy
þessi hélt dagbók sem sögumanni finnst
„ótrúlega spennandi þótt hún sé eigin-
lega ekki um neitt“ (121). Eftir lestur
dagbókarinnar finnur hún sig knúna til
að heimsækja hús systkinanna, „grafast
fyrir um sambúð þeirra, vita hvort af
húsakynnunum mætti ráða hvers eðlis
nánd þeirra var“ (122). Hugsanir sögu-
manns um samband hennar við bróður-
inn Ugla eru rauður þráður í gegnum
frásögnina og það er nánd Wordsworth-
systkinanna sem heillar hana frekar en
höfundarverk skáldsins:
Og systirin skrifar í dagbókina sína að
þau hafi legið saman í móanum systkinin
og hlustað á andardrátt hvort annars og
á vatnið í loftinu og að hann hafi sagst
ímynda sér að svona yrði það í gröfinni,
í algjöru næði að hlusta á kyrrð jarðar-
innar í nánd við sína nánustu. (129)
Sögumaður hefur flókna afstöðu til
nándar milli systkina og efast um að
þessi hugmynd gangi upp, Dorothy hafi
verið of háð bróður sínum og of háð
nándinni, „þá er kannski stutt í þung-
lyndið“ (130).
Ferðir sögumanns um merkistaði
skálda tengist leitinni að samastað. Fyrir
rithöfund eins og hana er heimilið er
ekki bara staður til að búa á, heldur
vinnustofa og staður andrýmis. Það er
önnur merking orðsins jarðnæði, ekki
eingöngu staður til að búa á heldur stað-
ur til að hugsa á og þroskast á. Þriðja
merkingin er svo hin samfélagslega sem
sögumaður víkur ítrekað að, tenging
mannfólksins við landið og við jörðina,
ábyrgð þess gagnvart náttúrunni og
heildinni. Þessi leikur að orðinu jarð-
næði dregur fram tvöfalt eðli bókarinn-
ar. Annars vegar hugmyndaauðgi og frjó
og skapandi tengsl við hefð og sögu en
hins vegar léttleikandi meðferð Oddnýj-
ar Eirar á tungumálinu, orðunum sem
eru efniviður hennar. Megi hún smíða
úr þeim sem oftast.
Tilvísanir
1 Auk þeirra sem vísað er sérstaklega til hér á
eftir má nefna þrjár vandaðar umfjallanir:
Auður Aðalsteinsdóttir. „Uppdráttur að
samfélagi“, Spássían 13. desember 2011. Sótt
17. október 2012 á http://spassian.is/grein-
ar/2011/12/uppdrattur-ad-samfelagi/; Björn
Þór Vilhjálmsson. „Ritdómur um Jarðnæði“,
pistill f luttur í Víðsjá 15. desember 2011.
Sótt 13. október 2012 á http://www.ruv.is/
frett/bokmenntir/ritdomur-um-jardnaedi;
Guðrún Lára Pétursdóttir „Milli nándar og
næðis“, vefsíðan Druslubækur og doðrantar
20. desember 2011. Sótt 13. október 2012 á
http://bokvit.blogspot.com/2011/12/milli-
nandar-og-nis.html.
2 Soffía Auður Birgisdóttir. „Fínstillum ó,
næmiskerfið“, Tímarit Máls og menningar
(maí 2010): 124–129, hér bls. 127.
3 Davíð K. Gestsson. „Jarðnæði“, viðtal við
Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. Vefsíðan Sögu-
eyjan Ísland. Sótt 17. október 2012 á http://
www.sagenhaftes-island.is/bok-manadarins/
nr/3285.
4 Sjá til dæmis: Sigurður Gylfi Magnússon,
Menntun, ást og sorg: Einsögurannsókn á
íslensku sveitasamfélagi 19. og 20. aldar.
Sagnfræðirannsóknir 13 (Reykjavík: Sögu-
félag, 1997).