Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 42
B j a r n i R a n d v e r S i g u r v i n s s o n 42 TMM 2012 · 4 hans eða líti á þau sem mikilvæga aðferð í uppreisn hans gegn veraldlegu og trúarlegu valdi. Sem dæmi um samsvaranir við klúran stíl Helga má nefna texta Sverris Stormskers sem skráður er „gestahöfundur“ á Vantrúarvefnum.81 Úr röðum sjálfra vantrúarfélaga má ennfremur finna lýsandi dæmi í skrifum Þórðar Ingvarssonar, ritstjóra vefs Vantrúar, um Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra82 og Sigurbjörn Einarsson biskup,83 en þau jafnast á við það grófasta sem frá Helga kom. Ég forðaðist í kennslustundinni að draga fram sýnidæmi frá þeim aðdáendum sem hvað lengst hafa gengið, en til þess að það verði ljóst hvaða hugsun bjó að baki vali á kveðskap Helga er nauðsynlegt að sýna hér hvernig þeir taka sér níð hans til fyrirmyndar og snúa því m.a. upp á stjórnmál og trúmál. Þannig birtir t.d. Þórður ljósmynd á bloggvef sínum af nær naktri konu í kynlífsstellingu og setur andlitsmynd af forsætisráðherra yfir andlit hennar og skrifar fyrir neðan klúran texta.84 Í inngangi sínum lýsir Þórður Jóhönnu sem „forsætisráðfrú“, rétt eins og Helgi hafði áður gert í kvæði sínu um Ragnhildi Helgadóttur í einu af sýnidæmunum sem ég tók um skáldskap hans: „Ragnhildi skal ríða smokklaust. / Ráðfrú (ekki ráð –herri) sú vill ekki plast“. Í tilefni þess að eitt ár var liðið frá andláti Sigurbjörns Einarssonar biskups birtir Þórður ennfremur minningargrein um hann á bloggvef sínum þar sem hann lætur stóryrðum rigna yfir hann í löngu máli og setur síðan fram grófan klámleikþátt um fund sonarins Karls biskups með föður sínum á dánarbeðinu.85 Þessi skrif eru í anda Helga í kvæðinu á glærunni þar sem hann bölvar eistum Sigurbjörns vegna þess að nokkrir sona hans hafi orðið prestar.86 Í raun eru hugtökin mörg úr þessum kvæðum Helga sem vantrúarfélagar hafa nýtt sér í trúarbragðagagnrýni sinni en þar má einnig nefna byskoppur, krosslafur, Gvuð, Ésú, kyrkja og kristlingur.87 En þó svo að Helgi hikaði ekki við að tala um þá sem hann var ósáttur við með neikvæðum hætti sárnaði honum það augljóslega þegar eitt dagblaðið kallaði hann „Skyrgám“ vegna þess að hann hafði slett skyri á biskup og ráðamenn. Ljóðið „Skyr Tjara“88 snýst um þetta. Í kjölfar sýnidæmanna um kveðskap Helga koma tvær glærur um tengsl hans við félögin Siðmennt og Vantrú. Fyrri glæran hefur að geyma frétt úr DV af netinu með viðtali við Reyni Harðarson þar sem m.a. kemur fram að Helgi hafi verið heiðursfélagi í Vantrú og nafnið Siðmennt sé komið frá honum.89 Á síðari glærunni er að finna staðfestingu frá Helga í bók hans Þrælar og himnadraugar á því að Siðmenntarheitið sé frá honum komið og er ögrandi orðalagið um ritstuld þar að hætti hans.90 Ég skil orðalag Helga þannig að umræddir einstaklingar einkum úr röðum Siðmenntar og Van- trúar hafi í raun tekið við kyndlinum af honum í baráttu hans. Þó svo að Helgi tali þar um „þjófnað“ sé ég ekki að honum hafi þótt það slæmt sem hann ræðir þar og ekki setti ég það heldur fram með þeim hætti í fyrirlestr- inum. Tilgangurinn með glærunni var fyrst og fremst að draga fram tengslin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.