Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 7

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 7
Í h e i m i g e t g á t u n n a r TMM 2012 · 4 7 eru [svo] að finna í fjölritaða lesheftinu“.14 Bjarni leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að „nálgast allt sem tengist fræðigreininni með bæði gagn- rýnu og hlutlægu hugarfari“. Hann segir nemendur eiga að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og láta hvorki kennarann né höfunda kennsluefnisins mata sig og bætir við: „Jafnvel þótt ég leitist við að vera hlutlægur í kennslunni eru hvorki ég né höfundar lesefnisins hlutlausir því að félagslegur bakgrunnur okkar, umhverfi og skoðanir setja óhjákvæmilega mark sitt á framsetningu okkar og áherslur.“ Síðast en ekki síst leggur Bjarni áherslu á að nemendur sýni viðfangsefninu virðingu: Þó svo að nauðsynlegt sé að kunna skil á sögu viðkomandi trúarhreyfinga, starfs- háttum þeirra og trúfræði og þekkja þá gagnrýni sem þær hafa sætt þá getur það allt saman virkað fáránlegt og óskiljanlegt fyrir þá sem ekki reyna að setja sig í spor viðkomandi fólks og skoða heiminn út frá forsendum þess. Um er að ræða fólk af holdi og blóði sem þarf í sínu félagslega samhengi að finna sér stað í tilverunni og því sem því er dýrmætast. Þó svo að nauðsynlegt sé að kunna skil á gagnrýninni þarf að gera sér grein fyrir því að það geta verið margar hliðar á hlutunum og áhersla á gagnrýnina eina getur reynst villandi. Þeir sem kjósa að byggja túlkanir sínar á höfundarætlan ættu að geta dregið upp einfalda mynd af kennaranum Bjarna Randveri af þessu bréfi hans, mynd sem byggð væri á raunverulegum gögnum. Bjarni hvetur nemendur sína til þess að sýna sjálfstæði í hugsun og segir þá eiga að vera gagnrýna á allt sem tengist fræðigreininni. Um leið minnir hann þá á mikilvægi þess að þeir sýni viðfangsefni greiningarinnar skilning og virðingu, þótt það þýði að sjálfsögðu ekki að varpa eigi fyrir róða gagnrýnum viðhorfum. Annar og hættulegri Bjarni Randver birtist í umræðum vantrúarfélaga, maður sem í mörg ár hefur markvisst eitrað umræðuna um Vantrú án vitundar félagsmanna og byggir þekkingu sína á „leynilegri gagnasöfnun“ eins og núverandi formaður, Egill Óskarsson, lýsir því.15 Það er þessi ímyndaði trúvarnarmaður sem stígur fram í kærunni, en hann er fyrst og fremst settur saman af órökstuddum ályktunum. Í heimi getgátunnar er lítið hægt að gera annað en að spyrja spurninga á meðan samhengi kennslunnar vantar og ekki þarf að rýna lengi í sjálfa kæruna til þess að sjá að hún byggist nær eingöngu á órökstuddum vangaveltum. Hér eru nokkur dæmi um túlkunaróöryggið sem einkennir kæruna: Innrammaður texti virðist fremur dreginn fram til að hæðast að höfundi en að kynna málstað hans eða meginefni bókarinnar. [3] […] Er þetta ekki háðugleg útreið og skrumskæling frekar en einlæg viðleitni til að koma til skila meginboð- skap höfundar? [3] […] Hvað ræður efnisvali Bjarna Randvers? Hvernig má útskýra uppröðun glæranna?“ [4] […] Hver er tilgangur svona uppsetningar? [4] […] Er það meginatriði, segir það eitthvað um málstað Dans eða má vera að þessu sé varpað fram til þess eins að varpa rýrð á Dan Barker? [5] […] Tilgangur Bjarna virðist vera að sýna að vantrúarmenn sem lærisveina eða skósveina Richards Dawkins. [5] […] Er tilgangurinn að sýna fram á áhrif „hugmyndafræðingsins“ á lærisveininn?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.