Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 4

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 4
4 TMM 2012 · 4 Guðni Elísson Í heimi getgátunnar Kærur Vantrúar, glæra 33 og Egill Helgason „Ekkert í gögnum málsins bendir til þess að kennarinn hafi á neinn hátt gerst brot- legur við siðareglur HÍ. Fyrir liggja yfirlýsingar frá sjö nemendum er sátu námskeið Bjarna um nýtrúarhreyfingar og segja þau öll kennsluna hafa verið til fyrirmyndar, hvergi hafi verið hallað á Vantrú eða aðrar trúleysishreyfingar. Þessar yfirlýsingar eru studdar af greinargerðum tíu sérfræðinga í túlkunarvísindum sem allir lýsa því yfir að ekkert sé út á kennsluglærur Bjarna Randvers að setja. […] Síðast en ekki síst fóru svo fjörutíu háskólakennarar yfir þau málsgögn sem lágu fyrir og komust að þeirri niðurstöðu að Bjarni hefði ekki á neinn hátt gerst brotlegur við siðareglur og að ekkert tilefni væri til að gagnrýna kennslugögn hans í námskeiðinu.“ Úr yfirlýsingu sem 109 akademískir starfsmenn við íslenska háskóla skrifuðu undir og birt var í íslenskum fjölmiðlum 13. desember 2011.1 „Það virðast allir fallast á að glærurnar séu í hæsta máta vafasamar.“ Egill Helgason, 27. desember 2011, kl. 10.33.2 „Kæru félagar. Klukkan 15:00 í dag lýstum við yfir heilögu stríði á hendur Bjarna Randveri og Guðfræði í Háskóla Íslands. Okkur ber skylda til að verja heiður okkar þegar á hann er ráðist af svo voldugum andstæðingi að ósekju. Við munum berjast á vefnum, í blöðum, með bréfum og jafnvel í fjölmiðlum þar til fullur sigur er unninn.“ Á þennan veg hljómaði umtöluð yfirlýsing Reynis Harðarsonar sálfræðings og formanns Vantrúar frá 12. febrúar 2010 á umræðuvef félagsmanna, en með henni blæs hann í lúðra fyrir þann mikla greinaflokk sem félagið átti eftir að birta næstu daga og vikur gegn stundakennaranum Bjarna Randveri Sigurvinssyni og Guðfræði- og trúar- bragðafræðideild Háskóla Íslands.3 Viku fyrr hafði félagið lagt fram þrjár kærur vegna kennslu Bjarna Randvers í námskeiðinu Nýtrúarhreyfingar sem kennt var haustið 2009, en Reynir Harðarson lýsir ferð sinni með kærurnar upp í Háskóla Íslands svo í skeyti til félaga sinna: „Þremur sprengjum varpað … ósprungnar“.4 Ein var afhent á skrifstofu Kristínar Ingólfsdóttur rektors HÍ, aðra fékk Pétur Pétursson deildarforseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar, en sú þriðja fór inn á borð Amalíu Skúladóttur ritara Siðanefndar HÍ. Reynir upplýsti í engu tilvikanna um tilvist hinna kæranna. Deildarforseti afgreiddi kæruna 9. mars 2010 með traustsyfirlýsingu til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.