Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 21
M á l s va r i n á t t ú r u n n a r TMM 2014 · 2 21 þau að hafa neikvæð áhrif á hrygningarstöðvar úti fyrir ströndum landsins og þar með á lífsafkomu fiskistofnana sem Íslendingar byggja svo mikið á. Í bókinni um hálendið fræðir Guðmundur Páll okkur ekki aðeins um jarðsögu og náttúrufyrirbæri heldur tengir hann saman sögu lands og þjóðar með því að flétta inn í frásögnina brotum úr skáldskap, þjóðsögum, sögum af goðmögnum og kynjaverum og sögulegum fróðleik um óbyggðirnar, frá því land byggðist og fram til loka 20. aldarinnar, til að sýna að öræfin hafa ætíð verið partur af lífi íslensku þjóðarinnar, með einum eða öðrum hætti. Öræfin eru náttúruarfur íslensku þjóðarinnar og uppspretta stórs hluta af menningararfi hennar og standa ber vörð um þau af þeirri ástæðu. Þau voru skilaboð hans til okkar og hans hjartans ósk. Sú sé ábyrgðin gagnvart komandi kynslóðum íbúa þessa lands en ábyrgðin snýr líka að heiminum öllum, benti hann á, þar eð hálendið sé lítið snortið af mannavöldum og því einstakt á heimsvísu. Hann minnti Íslendinga á ábyrgð sína gagnvart hálendinu og meira en það, hann kallaði þá til ábyrgðar. Íslendingar en ekki aðrir hefðu það á valdi sínu að vernda sitt land eða spilla því. Með því að draga fram í dagsljósið hinar margþættu hliðar í sögu sam- búðar lands og þjóðar og stefna því saman í eina lifandi heild, frásagnir manna og vitnisburð náttúrunnar sjálfrar um sambúð manns og náttúru í aldanna rás, þá tengir hann íslenska náttúru og íslenska þjóð á aldalöngum tímaás. Hann bendir á hvernig einmitt þessi sambúð og þau tengsl Íslendinga við óbyggðirnar sem hún hefur alið af sér sé líka áhrifavaldur í vistkerfi hálendisins, enda maðurinn hluti af náttúrunni og nú á tækniöld í valds- stöðu, jafnvel gagnvart ægivaldi öræfanna, til að spilla þessu vistkerfi, en að sama skapi í aðstöðu til að vernda það í nútíð og framtíð. Það má aldrei gleymast að land er menningararfur, benti hann á og meira til, eða eins og hann orðaði það: „Það er vöggugjöf hvers Íslendings og komandi kynslóða. Í þessum arfi er fólgin frumburðarréttur hvers manns ásamt ábyrgð; að njóta landsins gæða og nýta þau án þess að spilla þeim.“2 Þegar bókin um hálendið í náttúru Íslands kom út árið 2000 sagði Guð- mundur Páll að hún væri málsvari náttúrunnar.3 En eins og við munum þá kom hún út á tíma þegar landið logaði í deilum út af virkjanaframkvæmdum á hálendinu. Það stóð yfir barátta fyrir verndun víðfeðmra óbyggða gegn óafturkræfum spjöllum, barátta sem bæði skildi íslensku þjóðina eftir í sárum og gerbreyttu landslagi og vistkerfi á stóru svæði.4 Eins og aðrir sem haldið hafa sjónarmiðum náttúruverndar á lofti í umræðu um virkjanir á Íslandi þá mótmælti Guðmundur Páll þeim rökum að viðhorf eða hagsmunir virkjanafyrirtækja, eða stóriðnaðar eða nýtingastefnu af hvaða tagi sem er sé rétthærri öðrum sjónarmiðum þegar kemur að því að taka ákvarðanir um hálendisnáttúru Íslands. Hann gagnrýndi hversu óþroskuð náttúruverndar- stefna væri hjá íslenskum stjórnvöldum og hversu treg þau hefðu ætíð verið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.