Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 23
M á l s va r i n á t t ú r u n n a r TMM 2014 · 2 23 lofsömum hana og erum sífellt að meta hana og upplifa. Náttúrufegurð er því ómissandi fyrir manninn, bendir hann á. Um náttúrufegurð sagði Guð- mundur Páll einnig að vissulega sé hún breytileg frá einum stað og tíma til annars en hafi hins vegar orðið hálfgert feimnismál á vísinda- og tækniöld þar sem ekkert sé talið til verðmæta nema það sé mælanlegt. Oft sé sagt að fegurð sé afstæð og sú fullyrðing notuð til að réttlæta framkvæmdir sem valdi náttúruspjöllum. Málið sé hins vegar ekki svo einfalt því að ást og umhyggja, gleði og hryggð séu líka huglægar kenndir og þar með afstæðar í svipuðum skilningi og náttúrufegurð. Þær séu einnig ómælanlegar líkt og fegurðin en án þeirra væri mannlífið óhugsandi. Allar þessar frumkenndir eru afurðir mannlegrar vitundar, sagði Guðmundur Páll, ávextir þess að vera vitsmunavera. Með því að afgreiða náttúrufegurð sem afstæða og þar af leiðandi ógildan mælikvarða, eins og gert væri af þeim sem lentu í þröng afstæðishyggjunnar, þá væri þessu mikilvæga gildi ýtt til hliðar. Það býður ekki aðeins heim vanmati á náttúruauði, að mati hans, heldur sé sjálf vitund og dómgreind mannsins forsmáð.7 Áherslan á tengsl manns og náttúru Hann tekst þannig í bók sinni um hálendið á við það flókna verkefni að greina og skilgreina þann veruleika og vitundarþætti sem tengja manninn náttúrunni. Bók hans um hálendið í náttúru Íslands er þess vegna ekki aðeins málsvari náttúrunnar eins og hann kallaði hana þegar hún kom út, heldur líka málsvari mannsins sem hluta náttúrunnar. Hún er málsvari þess að það sé réttur mannsins að gera tilkall til þess réttar síns og þar af leiðandi að gera kröfu um verndun náttúru gegn spjöllum. Náttúruvernd sé þannig líka mannvernd. Bók hans er málsvari náttúruverndarbaráttu sem heldur þessum sjónarmiðum á lofti sem jafngildum og jafnréttháum öðrum sjónarmiðum sem eru uppi á borðinu þegar rætt er um hvers eðlis samband manns og náttúru skuli vera, ekki síst í umræðu eða deilum um vernd eða nýtingu náttúru. Í því felst kjarninn í þeirri lífssýn og hugmyndafræði sem náttúruverndarhugsjón hans byggir á. Hann hafnaði alræðistilhneigingu stjórnmálamanna og annarra sem valdið hafa eða auðinn og keyra í krafti þess málin áfram á nýtingarstefnu undir merkjum stórvirkjanagerðar og stóriðju, burtséð frá og alveg sama hversu stórvægilegum náttúruspjöllum yrði valdið. Þeir sem slíku ullu voru í órétti í yfirgangi sínum, sagði hann, ekki aðeins gagnvart náttúrunni heldur líka gagnvart íslensku þjóðinni sem væri hluti þessarar náttúru og tengd henni. Í þessu sambandi hafa óbyggðirnar sérstöðu eða eins og hann orðaði það: „Hálendi Íslands er svo til ómann- gert umhverfi og þess vegna ein mesta auðlind Íslendinga. Þetta er mörgum torskilið enn sem komið er, einkum þeim er gera ekki greinarmun á sjálf- bærri sambúð við landið og blindri nytjahyggju. Þjóðinni mun aldrei falla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.