Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 65
K y n l e g a r s ö g u r TMM 2014 · 2 65 Tilraun Árna er metnaðarfull og vel heppnuð, hann notar leiksvið, pers- ónur og atvik sem gætu verið grunnur að glæpasögu til að segja frá örlögum fólks, þroska og ógæfu. Og bókmenntalegar uppsprettur bókarinnar eru víðar en í klassískum krimmum, í henni má líka finna stef úr grískum harm- leikjum auk þess sem viðfangsefnið, leyndarmál úr fortíðinni sem steypa persónum sögunnar í glötun í samtímanum tengja hana við sögur samtíma- höfunda eins og t.d. Ólafs Gunnarssonar. Skáldsaga Eiríks Guðmundssonar, 1983, sker sig úr skáldsögum ársins að mörgu leyti, eitt lag í henni er vissulega uppvaxtarsaga ungs drengs sem kallast á við eldri strákasögur, ekki síst Riddara hringstigans eftir Einar Má Guðmundsson. Það er ekki síst sögumannsaðferðin sem leiðir hugann að þeirri sögu. Sögumaður sér atburði frá sjónarhorni ungs drengs, en hann býr yfir þekkingu og yfirsýn hins fullorðna að einhverju leyti, er vel lesinn og vel heima í tónlist og vísar óspart í hvort tveggja. Rammi frásagnarinnar skýrir þetta að einhverju leyti. Sögumaður er kominn aftur á æskuslóðirnar, lítið sjávarþorp, sem fullorðinn maður með gamalt segulbandstæki í farteskinu til að gera upp hluti úr fortíðinni. Fyrir því eru nokkrar ástæður „að minnsta kosti ein þeirra er nokkuð stór“. Ástæðan stóra tengist stúlku í þorpinu, Henríettu Magnúsdóttur, sem hinn nafnlausi sögumaður dáir úr fjarska lengst af. Í sögunni er líka lýst ríkulegu innra lífi sögumanns og jaðarlífi hóps unglinga í þorpinu sem halda til í litlum skíðaskála þar sem dagar og kvöld líða við tóbaksreykingar og martinidrykkju. Í skíðakofanum og meðal vina sögumanns stækkar heimur sögunnar, sem hann reynir snemma að ná tökum á með því að skrásetja hann, draga upp kort af umhverfi sínu og reyna að festa það í orð. Sagan stefnir að einhverju leyti í tvær ólíkar áttir. Annars vegar gefur hún upp nokkuð hefðbundinn bolta þroskasögunnar þar sem atburðir sögunnar virðast stefna að því að „gera hann að manni“, setja skil milli æskunnar og þess manndóms sem í vændum er. Á hinn bóginn er eins og sagan ætli á köflum að hverfa inn í sjálfa sig, hún byggist upp á stefjum og endur- tekningum sem hægja á frásögninni og stöðva hana næstum. Smásögur voru ekki áberandi á síðasta ári, fremur en oft áður í íslenskum bókmenntum. Á hinn bóginn má finna að minnsta kosti þrjú dæmi um sögur sem kalla mætti nóvellur, lengri frásagnir sem þó hafa ekki sömu breidd og skáldsögur gera alla jafna. Saga Barkar Gunnarssonar sem nefnd var hér að framan er ein slík saga. Jón Atli Jónasson sendi frá sér söguna Börnin í Dimmuvík síðasta vor. Þessi stutta saga er býsna ólík flestu því sem Jón Atli hefur skrifað áður, frásögnin er lögð í munn gamallar konu sem rifjar upp nöturlega æsku sína og systkina sinna. Sagan er skrifuð af miklu öryggi og það er freistandi að sjá í henni aðferð leikskáldsins. Þótt lítið sé um samtöl í sögunni á hún það sameiginlegt með vel skrifuðu leikriti að undir- textinn er mjög mikill og skiptir öllu máli. Á yfirborðinu er sagan meitluð og tálguð inn að beini en flest það sem mestu máli skiptir er gefið fínlega í skyn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.