Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 66
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n
66 TMM 2014 · 2
Halldór Armand Ásgeirsson sendi frá sér sína fyrstu bók, Vince Vaughn
í skýjunum en hún inniheldur tvær stuttar sögur sem eiga það sameiginlegt
að lýsa samtímanum og lífi ungs fólks í honum út frá óvæntum smáatvikum
sem koma af stað sérkennilegri atburðarás. Titilsagan er sérstaklega vel
heppnuð. Þar segir af ungri stúlku sem fyrir algera tilviljun öðlast fimmtán
mínútna frægð á netinu og í alþjóðlegum fjölmiðlum, en það sem gæti orðið
að stóratburði sem breytir lífi hennar verður aðeins skammvinnt ævintýri
sem skilur lítið eftir nema skondna minningu.
Karlmenn fyrri alda
Guðmundur Andri Thorsson hefur allt frá fyrstu skáldsögu sinni, Minni
kátu angist, velt fyrir sér karlmennsku og körlum í margvíslegu ljósi – það
er raunar ekki mikið um konur í stórum hlutverkum í sögum hans. Karl-
arnir í skáldsögum Guðmundar Andra eru oftar en ekki krepptir á einhvern
hátt, Egill í Minni kátu angist og Hrafn í Íslenska draumnum eru skýrustu
dæmin. Þá skortir það sem löngum hefur verið talið einkenna hefðbundna
eða ríkjandi karlmennsku; drift, ákveðni og karakter. Þeir eru passífir, ekki
aktífir, vinna í hljóði að sínu en nema ekki ný lönd.7
Í nýjustu skáldsögu sinni, Sæmd, málar Guðmundur Andri fyrir lesendur
eins konar portrett af tveimur þekktum mönnum úr íslenskri menningar-
sögu: skáldinu og fjölfræðingnum Benedikt Gröndal og fræðimanninum og
kennaranum Birni M. Ólsen. Það er ekki laust við að lesandi finni einhvern
skyldleika með Benedikt og ýmsum öðrum körlum í sögum Guðmundar
Andra. Gröndal er ístöðulítill og drykkfelldur, hann á erfitt með að halda
sig að verki og margt hefur farið í handaskolum hjá honum en hann er líka
tilfinninganæmur og skilningsríkur á bresti í fari annarra. Ólsen er af öðru
tagi, siðavandur og ósveigjanlegur, kallaður Harðstjórinn af skólasveinum
Lærða skólans þar sem þeir Gröndal kenna báðir. Það er auðvelt að sjá
hann sem skúrkinn í sögunni en samt er það svo að þegar frá líður verður
hann ekki síður eftirminnilegur en Gröndal og samúð lesanda með honum
vex. Björn er, þrátt fyrir allt, klofnari einstaklingur en Gröndal. Hann er
umsjónarmaður skólans og við piltana er hann harður og reglufastur svo
stappar nærri öfgum. Lesandinn fær á tilfinninguna að hann sé ekki starfi
sínu vaxinn, samt fórnar hann eigin frama til þess að geta sinnt því. Í einka-
lífinu á hann sér aðra hlið og mýkri, ekki síst þá sem snýr að ungum fóstur-
syni hans, Sigga litla, og föður hans og hjartans vini Björns, Sigurði slembi.
Í samdrykkjum þeirra og vináttu birtist skýrt að Sæmd er saga um karla
í karlaheimi, samheldni þeirra og samtryggingu en líka veikleika þeirra
og varnarleysi. Hún er áhugaverð stúdía á því sem kynjafræðingar kalla
hómósósíalítet, andlega samkynhneigð karla, ekki síst í efri lögum sam-
félagsins.8 Sagan lýsir körlum og drengjum sem lifa í sínum eigin heimi sem
er því sem næst kvenmannslaus, þeir eiga forréttindin vís, eru valdastétt í