Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 66
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 66 TMM 2014 · 2 Halldór Armand Ásgeirsson sendi frá sér sína fyrstu bók, Vince Vaughn í skýjunum en hún inniheldur tvær stuttar sögur sem eiga það sameiginlegt að lýsa samtímanum og lífi ungs fólks í honum út frá óvæntum smáatvikum sem koma af stað sérkennilegri atburðarás. Titilsagan er sérstaklega vel heppnuð. Þar segir af ungri stúlku sem fyrir algera tilviljun öðlast fimmtán mínútna frægð á netinu og í alþjóðlegum fjölmiðlum, en það sem gæti orðið að stóratburði sem breytir lífi hennar verður aðeins skammvinnt ævintýri sem skilur lítið eftir nema skondna minningu. Karlmenn fyrri alda Guðmundur Andri Thorsson hefur allt frá fyrstu skáldsögu sinni, Minni kátu angist, velt fyrir sér karlmennsku og körlum í margvíslegu ljósi – það er raunar ekki mikið um konur í stórum hlutverkum í sögum hans. Karl- arnir í skáldsögum Guðmundar Andra eru oftar en ekki krepptir á einhvern hátt, Egill í Minni kátu angist og Hrafn í Íslenska draumnum eru skýrustu dæmin. Þá skortir það sem löngum hefur verið talið einkenna hefðbundna eða ríkjandi karlmennsku; drift, ákveðni og karakter. Þeir eru passífir, ekki aktífir, vinna í hljóði að sínu en nema ekki ný lönd.7 Í nýjustu skáldsögu sinni, Sæmd, málar Guðmundur Andri fyrir lesendur eins konar portrett af tveimur þekktum mönnum úr íslenskri menningar- sögu: skáldinu og fjölfræðingnum Benedikt Gröndal og fræðimanninum og kennaranum Birni M. Ólsen. Það er ekki laust við að lesandi finni einhvern skyldleika með Benedikt og ýmsum öðrum körlum í sögum Guðmundar Andra. Gröndal er ístöðulítill og drykkfelldur, hann á erfitt með að halda sig að verki og margt hefur farið í handaskolum hjá honum en hann er líka tilfinninganæmur og skilningsríkur á bresti í fari annarra. Ólsen er af öðru tagi, siðavandur og ósveigjanlegur, kallaður Harðstjórinn af skólasveinum Lærða skólans þar sem þeir Gröndal kenna báðir. Það er auðvelt að sjá hann sem skúrkinn í sögunni en samt er það svo að þegar frá líður verður hann ekki síður eftirminnilegur en Gröndal og samúð lesanda með honum vex. Björn er, þrátt fyrir allt, klofnari einstaklingur en Gröndal. Hann er umsjónarmaður skólans og við piltana er hann harður og reglufastur svo stappar nærri öfgum. Lesandinn fær á tilfinninguna að hann sé ekki starfi sínu vaxinn, samt fórnar hann eigin frama til þess að geta sinnt því. Í einka- lífinu á hann sér aðra hlið og mýkri, ekki síst þá sem snýr að ungum fóstur- syni hans, Sigga litla, og föður hans og hjartans vini Björns, Sigurði slembi. Í samdrykkjum þeirra og vináttu birtist skýrt að Sæmd er saga um karla í karlaheimi, samheldni þeirra og samtryggingu en líka veikleika þeirra og varnarleysi. Hún er áhugaverð stúdía á því sem kynjafræðingar kalla hómósósíalítet, andlega samkynhneigð karla, ekki síst í efri lögum sam- félagsins.8 Sagan lýsir körlum og drengjum sem lifa í sínum eigin heimi sem er því sem næst kvenmannslaus, þeir eiga forréttindin vís, eru valdastétt í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.