Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 74
S i g r í ð u r D ú n a K r i s t m u n d s d ó t t i r 74 TMM 2014 · 2 Transkei sem víðar og menntunin sem börnin hlutu var miðuð við enska menningu og samfélag. Ekki var litið svo á að afrísk menning væri til, segir Nelson Mandela í endurminningum sínum.4 Þessi ættar- og nafnasaga speglar bæði sögu mannsins Nelson Mandela og sögu lands hans. Drengurinn fær ýmist nöfn friðarspillis og stríðsmanns, eða forystumanns á vettvangi þjóðar sinnar eins og ferminganafnið „faðir Bunga“. Og hann varð hvort tveggja; stríðsmaður og faðir þjóðarinnar í vitund Suður-Afríkumanna. Um leið sýnir þessi saga bæði mikilvægi afrískra menningarhefða og þann hroka sem gamlir nýlenduherrar sýndu menningu innfæddra. Á sinni löngu ævi barðist Nelson Mandela gegn þeim hroka og því óréttlæti sem hann hafði í för með sér. Stríðsmaður Rolihlahla eða Nelson var Madiba, borinn til ráðgjafarstarfa við hirð konungs. Konungur hafði þá reyndar verið lækkaður í tign af ráðamönnum og kallaðist nú höfðingi. Uppruni Mandela skýrir hvers vegna höfðinginn stóð fyrir því að senda piltinn í langskólanám en árið 1939, þegar hann var rúmlega tvítugur, var hann innritaður í háskólann í Fort Hare. Skólinn, sem upphaflega var stofnaður af trúboðum, var á þessum árum opinn svörtum Afríkumönnum, venjulega voru ágætir háskólar Suður-Afríku það ekki. Skóla stefna aðskilnaðarstefnunnar miðaði almennt að því að veita inn- fæddum litla og lélega menntun og er landið enn að súpa seyðið af því. Í Fort Hare var boðið upp á hefðbundið enskt háskólanám en í skólanum var einnig miðstöð hinnar nýju afrísku þjóðernishyggju – að sjálfsögðu utan dagskrár háskólanámsins. Þar námu á árunum fyrir 1960 margir helstu leiðtogar frelsisbaráttu Afríkumanna í sunnan- og austanverðri Afríku, menn eins og Julius Nyerere, fyrsti forseti Tanzaníu, Seretse Khama, fyrsti forseti Botswana, Kenneth Kaunda, fyrsti forseti Zambíu og Robert Mugabe sem enn er forseti Zimbabwe. Þar voru líka ýmsir leiðtogar frelsishreyfingar Suður-Afríku eins og Oliver Tambo og Desmond Tutu, síðar erkibiskup. Dvölin í Fort Hare hefur efalítið haft mótandi áhrif á Mandela en sjálfur segist hann hafa verið fremur íhaldssamur á þessum árum enda lá fyrir honum að starfa sem ráðgjafi höfðingja þjóðar sinnar og hann var sáttur við það hlutskipti. Sú saga hefur verið sögð að Mandela hafi verið rekinn frá skólanum eftir tveggja ára nám, en það er ekki alveg rétt. Hann segist að vísu hafa komist upp á kant við skólayfirvöld en það hafi ekki varðað við brottrekstur. Hann fór úr skólanum áður en hann lauk námi af því að höfðinginn hafði ákveðið að hann kvæntist ákveðinni stúlku, en hún var af fjölskyldu sem þótti samboðin ráðgjafa höfðingjans. Gengið hafði verið frá hjúskaparsamningnum án vitundar Mandela, meðal annars með greiðslu lobola, sem eru gjafir fjölskyldu brúðgumans til fjölskyldu stúlkunnar, en sú ráðstöfun er bindandi. Allt var þetta í samræmi við hefðir og venjur xhosa.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.