Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 75

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 75
S t r í ð s m a ð u r o g f r i ð a r h ö f ð i n g i TMM 2014 · 2 75 Mandela gat ekki hugsað sér að kvænast þessari stúlku og þar sem allt var frágengið segist hann ekki hafa átt annars kost en að hlaupast á brott og það gerði hann.5 Þar með skar hann á tengslin við höfðingjann og þá framtíð sem honum hafði verið ætluð meðal xhosa. Þarna verða þáttaskil og má segja að þessi giftingamál hafi verið örlagavaldur og átt sinn þátt í því að öll Suður- Afríka eignaðist forystumann í Nelson Mandela en ekki aðeins xhosa-menn. Hann flúði til Jóhannesarborgar og þar fékk hann vinnu sem varðmaður í gullnámunum. Í endurminningum sínum talar hann um hversu heillandi honum þótti borgarlífið og ljósadýrðin í þessari fjölmennustu borg Suður- Afríku.6 Hann var auðvitað sveitastrákur og þótti mikið til borgarinnar koma rétt eins og íslenskum námsmönnum þótti þegar þeir komu úr íslenskri sveit til Kaupmannahafnar á öldum áður. Mandela gerðist sam- kvæmismaður, stundaði danshúsin og hnefaleikana og kynntist fyrstu konu sinni, Evelyn, en með henni átti hann fjögur börn. Þau skildu og síðar giftist hann Winnie Mandela og átti með henni tvö börn. Þau skildu einnig og þriðja og síðasta eiginkona hans var Graca Machel, ekkja Samora Machel, forseta Mozambique. Í Jóhannesarborg kynntist Mandela lögfræðingnum Walter Sisulu og sá kom honum í starf á lögfræðiskrifstofu sem leiddi til þess að hann tók tveggja ára diplómanám í lögfræði og opnaði lögfræðiskrifstofu í Jóhannesar borg með Oliver Tambo, en honum hafði hann kynnst í Fort Hare. var það fyrsta lögfræðistofa í landinu sem rekin var af svörtum mönnum. Upp frá því er saga þessara þriggja manna, Sisulu, Tambo og Mandela, samofin sögu Afríska þjóðarráðsins, andspyrnuhreyfingarinnar gegn apartheid. Innan þessarar hreyfingar völdust þeir allir til forystu og störfuðu náið saman. Afríska þjóðarráðið, African National Congress (ANC), var formlega stofnað árið 1912 úr nokkrum andspyrnuhreyfingum sem komið höfðu fram um aldamótin 1900. Markmið þess var að sameina alla íbúa landsins af hvaða kynstofni sem væri um réttindi sín. Stefnan var gegn kynþáttahyggju og boðaði að kynþáttur ætti ekki að skipta máli, að hvorki ættu hvítir menn að drottna yfir svörtum né ættu svartir að drottna yfir hvítum. Barátta Þjóðarráðsins var fyrir fjöl-kynþátta lýðræðislegu samfélagi þar sem ein og sömu lög giltu um alla. Félagar í hreyfingunni voru af öllum kynþáttum Suður-Afríku, þar á meðal mikill fjöldi hvítra manna og einnig Indverja sem verið höfðu fjölmennir í landinu frá því á 19. öld. Hreyfingin var á móti beitingu ofbeldis og byggðist baráttan á friðsamlegum aðgerðum og notkun hins talaða og ritaða orðs. Kynþáttahyggjan fékk hins vegar byr undir báða vængi árið 1948 þegar Þjóðarflokkurinn, flokkur hvítra aðskilnaðarsinna, komst til valda. Þá var aðskilnaðarstefnan fyrst bundin í lög, Afríska þjóðarráðið var bannað og ofbeldi gegn blökkumönnum jókst. Fjöldamorðin í Sharpville árið 1960 mörkuðu þáttaskil og þótti Þjóðarráðinu þá sýnt að friðsamleg barátta dygði ekki lengur. Í kjölfarið var eins konar hernaðardeild stofnuð innan þess,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.