Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 94
R e y n i r A x e l s s o n 94 TMM 2014 · 2 og sé sambland af hreinum uppspuna og brotum sem hefur verið hnuplað héðan og þaðan úr ýmsum ritum, og er hún því úr sögunni. Hin heimildin er bók eftir mann að nafni August Kubizek. Hann var hljómsveitarstjóri, en var kallaður í herinn í fyrri heimsstyrjöldinni, fann enga stöðu sem slíkur eftir stríðið og gerðist embættismaður á vegum sveitarstjórnar í Eferding í Austurríki, þar sem honum tókst með árunum að koma sér upp dálítilli hljómsveit. Bók hans heitir Adolf Hitler, æskuvinur minn.11 Kubizek lýsir í bókinni sameiginlegri hrifningu og áhuga þeirra æskuvinanna á verkum Wagners og hve gagntekinn Hitler var af þeim. Hann segir að Hitler hafi lesið allt sem hann komst yfir, bæði um og eftir Wagner, ritgerðir, bréf, dag- bækur, ævisögu og það sem hann kallar játningar [Bekenntnisse], hvað sem það kann að vera. En frægasta atvikið sem hann lýsir í bókinni er kvöldið örlagaríka þegar þeir sáu óperu Wagners Rienzi saman í fyrsta sinn, hve upp- hafinn og gjörbreyttur Hitler virtist vera eftir sýninguna, hvernig orð hans eins og brutust fram næstum endalaust. „Eins og uppsöfnuð flóðbylgja brýzt gegnum brestandi stíflugarða ruddust orðin út úr honum. Í stórkostlegum, hrífandi myndum kallaði hann fram hjá mér framtíð sína og þjóðar sinnar,“ segir Kubizek. Þetta var í Linz, og Hitler var þá sautján ára, segir Kubizek. Seinna fluttu þeir til vínar og sáu þar margar Wagner-óperur saman, meðal annars undir stjórn Gustavs Mahler, sem þeir dáðu báðir mjög. Samband æskuvinanna rofnaði árið 1908 og þeir sáust ekki fyrr en eftir þrjá áratugi. Þegar Hitler var orðinn ríkiskanslari áræddi Kubizek að skrifa honum bréf til að minna á sig, og árið 1939, skömmu áður en seinni heimsstyrjöldin brauzt út, bauð Hitler Kubizek á Bayreuth-hátíðina. Kubizek rifjaði þá upp fyrir Hitler þetta kvöld í Linz eftir Rienzi-sýninguna, og Hitler virtist gleðjast yfir að einhver gæti staðfest endurminningar hans sjálfs um atburðinn. „Ég var einnig viðstaddur seinna,“ segir Kubizek, „þegar Adolf Hitler skýrði frú [Winifred] Wagner, sem við vorum gestir hjá, frá þessari reynslu, sem gerðist að lokinni „Rienzi“-sýningunni í Linz […] Ógleymanleg eru mér líka orðin sem Hitler lauk frásögn sinni á. Hann sagði alvarlegur í bragði: „Á þeirri stundu hófst það“.“ Það virðist engin tilviljun að Rienzi sé sú ópera Wagners sem hafði kannski mest áhrif á Hitler. Hann hefði eflaust, sautján ára unglingur, getað séð sjálfan sig í hlutverki alþýðuforingjans Rienzis sem bjargvætt þjóðar sinnar, en hefði varla séð fyrir að hann ætti sjálfur, eins og Rienzi í óperunni, eftir að láta lífið innanum logandi rústir. Hrifning hans á Wagner hafði það djúp áhrif á hann að hann byrjaði sjálfur, að sögn Kubizeks, að semja óperu byggða á uppkasti Wagners að leikverki um völund smið; hann á til dæmis að hafa verið búinn að semja forleikinn, sem hann gat hamrað á píanó, en ekki skrifað niður, af því að hann kunni ekki nótur, það átti vinurinn Kubizek að gera (en lenti í erfiðleikum með). Í afar athyglisverðri doktorsritgerð frá því í hittifyrra12 hrekur Jonas Karlsson með sannfærandi hætti margar af þeim sögusögnum um sam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.