Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 96

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 96
R e y n i r A x e l s s o n 96 TMM 2014 · 2 alþekkt, og finna má skrif frá nazistatímanum þar sem honum er lýst sem sönnum föðurlandsvini sem hafi varið sönn þýzk gildi gegn lymskulegum árásum gyðinga. Það sem ég á við er að ekki var verið að kafa nákvæmlega í hvað hann hefði skrifað um þá. Hann var af nazistum hafinn á stall fyrst og fremst sem mikill listamaður sem væri innblásinn af þjóðlegum þýzkum anda. Þekktasta heimildin um gyðingaandúð Wagners er hin illræmda grein hans Das Judenthum in der Musik (Gyðingdómur í tónlist). Hún birtist fyrst í tímaritinu Neue Zeitschrift für Musik árið 1850 undir dulnefni, en Wagner gaf hana svo aftur út í bæklingi örlítið breytta árið 1869 undir eigin nafni og bætti við hana stuttum formála og mjög löngum eftirmála. Upphaflega greinin hafði að geyma árás á Mendelssohn, sem er nefndur með nafni og var látinn þegar greinin birtist, og þó fyrst og fremst á Meyerbeer, sem er ekki nefndur og var þá bráðlifandi, en auk þess fær Heinrich Heine líka dálitla gusu, þótt hann hafi verið ljóðskáld en ekki tónskáld. Árásin er hins vegar sett í stærra samhengi og beinist að öllum gyðingum. Wagner byrjar á að segja það nauðsynlegt að útskýra þá ómeðvituðu tilfinningu sem birtist hjá þjóðinni sem andúð á gyðinglegu eðli. Eftirmálinn 1869 fjallar aðal- lega um hvernig blöð og tímarit hafi ráðizt látlaust á Wagner vegna fyrri birtingarinnar, og Wagner skýrir það þannig að gyðingar ráði yfir öllum blöðum og tímaritum í krafti auðs. Gagnrýnandinn Eduard Hanslick, sem Wagner taldi gyðing, fær líka sinn sérstaka skammt. Ég ætla ekki að rekja innihald þessa heimskulega og ógeðfellda rits, heldur læt mér nægja að segja að meintar útskýringar Wagners eru það sem kalla mætti félagslegar; svo sem að gyðingum hafi ekki tekizt að aðlagast eða sam- samast þjóðinni, séu einangraðir og hafi engin eðlileg menningarleg tengsl við fólkið í landinu. Því séu þeir ófærir um að skapa raunverulega tónlist frá eigin brjósti, því að slík tónlist verði að eiga rætur meðal fólksins, heldur verði þeir að láta sér nægja að herma eftir því sem aðrir gera. Það er ekki minnzt á kynþætti í ritinu, né að gyðingar séu það sem við mundum nú á dögum kalla genetískt frábrugðnir öðrum, heldur er þvert á móti gefið í skyn að þeir geti samlagazt þjóðfélaginu, fengið „endurlausn“ með því að hætta að vera gyðingar og gerast „raunverulegar manneskjur“ [wahrhafte Menschen] eins og Wagner orðar það, og þannig geti allir orðið sameinaðir og óað- greinanlegir. Það er kannski ekki alveg ljóst hvernig Wagner taldi gyðinga vera afmarkaða sem hóp á þessum tíma: Það er ljóst að trúarbrögð nægðu ekki til að skilgreina gyðinga í hans augum; til dæmis var Mendelssohn áfram gyðingur þótt hann tæki kristna trú – það þurfti greinilega meira til. Líklega leit hann á gyðinga sem einhverskonar þjóðflokk sem væri dreifður innanum aðrar þjóðir. Það er því rangt að segja að í riti Wagners sé að finna kynþáttahatur, þótt það sé nú á dögum fullyrt aftur og aftur, – gyðingahatur er þar vissulega að finna, en hugmyndir um kynþætti voru ekki ennþá komnar til sögunnar í almennri umræðu. Það er því ljóst að Hitler og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.