Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 101
R i c h a r d Wa g n e r o g g y ð i n g a r TMM 2014 · 2 101 [Klukkan 11 ökum við á æfinguna, R. með Mimi, ég með Lusch. Fyrsti þáttur af Siegfried, Mímir »lítill gyðingur«, segir R., en frábær, vogl einnig mjög góður, skýr og öruggur.] Það er skrítið að það sé Cosima sem Weiner vill endilega fá í lið með sér, en ekki Richard Wagner sjálfur, því að ljóst er af samhenginu að það er hann sem talar um „lítinn gyðing“, en hún skráir það einungis eftir honum. En jafnljóst er af samhenginu að Wagner er hér alls ekki að tala um persónuna Mími í óperunni, heldur söngvarann sem söng hlutverkið í Berlín, því að í næstu andrá er strax talað um frammistöðu annars söngvara, [Heinrichs] vogl. Sá sem söng Mími í Berlín árið 1881 hét Julius Lieban og var vissulega gyðingur; ég hef ekki enn fundið upplýsingar um hvort hann var lítill eða stór. Hann varð síðar víðsfrægur fyrir túlkun sína á hlutverki Mímis og hafði sungið það í 70 óperuhúsum áður en hann dó. Það var ekki fyrr en 1940, og því eru til upptökur með söng hans. En nú ætti líka að vera ljóst að Weiner hefur lesið þessa dagbókarfærslu eins og skrattinn Biblíuna. Það sem hún segir er þveröfugt við það sem hann virðist halda: Orðið „aber“ [„en“] skiptir hér sköpum: Wagner er að segja að söngvarinn sem syngur hlutverk Mímis sé smávaxinn gyðingur, en samt er hann frábær í hlutverkinu! Það er eins og Wagner sé steinhissa á að gyðingur geti passað í hlutverkið og sungið það vel. Ég sé því ekki betur en að þessi dagbókarfærsla gefi okkur sterk rök fyrir því að hlutverk Mímis sé einmitt alls ekki hugsað sem birtingarmynd af gyðingi! Mislestur Weiners er axar- skaft af flausturslegustu gerð; það þarf ekki að hafa um það fleiri orð. við ættum einnig að vara okkur á að draga of fljótfærnislegar ályktanir: Jafnvel þótt einhver sem veit af gyðingaandúð Wagners láti sér detta í hug að Mímir eigi að vera skopmynd af gyðingi, þá þýðir það alls ekki að Wagner hafi hugsað persónuna þannig. [Í dagbókarfærslu Cosimu Wagner 17. nóvember 1882, aðeins þremur mánuðum fyrir andlát Wagners, er að finna dálítið torskilda setningu: „In der Frühe heute gingen wir die Gestalten des R. des Nibelungen durch vom Gesichtspunkt der Racen aus, die Götter, die weiß, die Zwerge, die Gelben (Mongolen), die Schwarzen die Äthiopier; Loge der métis.“ Svo er að sjá að Wagner-hjónin hafi þá um morguninn gert sé það til gamans að raða persónum Niflungahringsins öðrum en mannfólkinu í kynþætti samkvæmt skiptingu Gobineaus. Ljóst er að guðirnir hafa lent í hvíta kynstofninum, dvergarnir í þeim gula en Loki er flokkaður sem kynblendingur. En hverjir eru þeir svörtu? Sennilegasta skýringin sem mér dettur í hug er að það séu risarnir, að Cosima hafi einfaldlega gleymt að skrifa tvö orð og í stað „die Schwarzen die Äthiopier“ hafi átt að standa eitthvað í líkingu við „die Riesen, die Schwarzen (die Äthiopier)“. En hvað sem um það má segja er alveg skýrt að þeim hjónunum hefur ekki dottið í hug að flokka dvergana sem gyðinga.] Hvað ólæti við fyrsta flutning Meistarasöngvaranna í Berlín og vín varðar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.