Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 109
R i c h a r d Wa g n e r o g g y ð i n g a r TMM 2014 · 2 109 nuddi á sér bakið [rubs his back];41 Weiner vitnar til þeirrar þýðingar, en birtir sína eigin („I have modified this translation.“): „You can extend the scratching of your back and heartily scratch your ass! The piccolo flute has such suspicious little trills anyway.“ Hér klórar Mímir sér á bakinu. Weiner segir þessa frásögn koma frá Heinrich Porges (eins og einnig er gefið í skyn hjá Gregor-Dellin). Porges skrifaði bók um sviðsæfingarnar fyrir frum- flutning Niflungahringsins 1876. Þar er þessa lýsingu þó ekki að finna, enda virðist hún heldur vera komin úr dagbókum hljómsveitarstjórans Felix Mottl,42 sem sá um píanóæfingarnar. Þar er þó (ranglega) talað um óbó í stað pikkólóflautu. Í raddskrá Rínargullsins stendur um Mími: „Er streicht sich den Rücken“ [„Hann strýkur sér um bakið“]. Þá er Alberich nýbúinn að hýða Mími með svipu, og því hlýtur Mímir að vera að strjúka sér um aumt bakið ofurvarlega meðan hann segir Óðni og Loka frá hýðingunni, en þeir bresta í hlátur. Rétt er að löng trilla heyrist í pikkólóflautu: Það er hluti af (og drukknar dálítið í) hláturskasti allrar hljómsveitarinnar, sem tekur undir með þeim Óðni og Loka. Hvergi segir að Mímir sé að „haltra um“ [hobble about]. Því hefur Weiner væntanlega bætt við frá eigin brjósti, því að eitt af þeim „andgyðinglegu“ einkennum sem hann vill troða upp á meinta gyðinga í óperunum er að þeir haltri, og eins gott er að búa sönnunargögnin til ef þau finnast ekki öðruvísi.] Og þá kemur að þriðja dæminu, sem á að snerta Beckmesser. Ég undanskil athugasemd Weiners um að í Meistarasöngvurunum sé látið að því liggja að Beckmesser hafi þörf fyrir gott bað, því að eftir því sem ég fæ bezt séð er það hreinn uppspuni, enda engin tilvísun gefin í texta óperunnar. Þriðja dæmið er því einungis eftirfarandi: Þegar Eva heimsækir Sachs á skósmíðaverkstæði hans í öðrum þætti óperunnar og kemst að því að hann sé að gera skó handa Beckmesser segir hún: „Settu bara í þá nóg af tjöru svo að hann límist fastur í þeim og láti mig í friði!“ Skömmu seinna segir hún við Magdalenu: „Ég er alveg að koma! […] Hér er tjörulykt, svo hjálpi mér guð.“ Hér, segir Weiner, er Eva að tala um ýldulykt [rotten smell] af tjöru og ekki bara að vísa til Sachs, heldur Beckmessers líka. Og hér hef ég rakið allt þriðja dæmið! Allar hinar miklu og lærðu orðræður um foetor judaicus vísa bara til þess að það stendur til að Beckmesser fái nýja skó. Það er aldrei minnst á neina aðra lykt sem tengist Beckmesser. Weiner minnist ekki á að í þriðja þætti segir Sachs um sjálfan sig að hann lykti af tjöru; er hann þá ekki gyðingurinn? Nei, rökin mega alls ekki eiga við hann, því að það er ekki það sem Weiner vill að komi út. Sömuleiðis hlýtur aðferð Weiners að sýna að allir karlkyns viðskiptavinir skóarans séu gyðingar; en aftur er það ekki ályktun sem hann kærir sig um. (Fyrir kvenskó notar Sachs ekki tjöru, heldur vax, sem gefur Wagner tilefni til að ríma orðin „Sachs“ og „Wachs“ látlaust gegnum alla óperuna.) Svo leyfir Weiner sér að tala um ólyktina af Beckmesser [Beckmesser’s stench] eins og hún sé eitthvað sem honum hefur tekizt að sýna fram á, þótt hún geti ekki verið annað en venjuleg lykt af glænýjum skóm.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.