Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 115
R i c h a r d Wa g n e r o g g y ð i n g a r
TMM 2014 · 2 115
heldur er Mann augljóslega sjálfur að vísa í bók Adornos, sem var að vísu
ekki komin út á þessum tíma, en Mann hafði árið 1944 lesið þá fjóra kafla
hennar sem áður höfðu birzt.50 Barry Millington segir hugmyndina komna
frá Egon voss og vísar í ritgerð eftir hann.51 En þar er heldur ekkert annað
að finna en enduróm frá Adorno: „Hann [Beckmesser] tekur ekki eftir að
hann er farinn að garga frekar en syngja til að yfirgnæfa hamarshöggin, og er
að lokum eins og undir þrýstingi að ljúka söng sínum, hvað sem það kostar,
alls ekki ólíkt gyðingnum í þyrninum, sem gat ekki hætt að dansa – eins og
Grimm-ævintýrið segir frá – meðan leikið var á fiðluna.“52
Mér virðist einsýnt, þar til annað kemur í ljós, að hugmyndin birtist fyrst í
„Nuremberg“-grein Millingtons. Hann bendir á að orðið Dornenhecke komi
tvisvar fyrir í prófsöng Walthers í fyrsta þætti Meistarasöngvaranna. Þegar
Walther er búinn að syngja um vorið og fuglakvakið heyrir hann Beckmesser
inni í merkjaraklefa sínum kríta látlaust á töflu sína. Þá syngur hann:
In einer Dornenhecken
von Neid und Gram verzehrt,
mußt’ er sich da verstecken
der Winter, grimmbewehrt.
Inni í þyrnigerði,
tærður af öfund og gremju
varð hann að fela sig,
veturinn, brynjaður [eða vopnaður] grimmd.
Og seinna, þegar Beckmesser hefur komið fram úr klefanum, allir meistar-
arnir nema Sachs hafa hneykslazt með honum á söng Walthers, en Sachs fær
Walther til að ljúka við sönginn, þrátt fyrir mótmæli hinna meistaranna, þá
syngur Walther:
Aus finst’rer Dornenhecken
die Eule rauscht hervor,
tät rings mit Kreischen wecken
der Raben heis’ren Chor:
úr myrku þyrnigerði
þýtur uglan fram
og vekur með gargi
hásan hrafnakórinn allt um kring.
Millington heldur því fram að hér sé Wagner vísvitandi að vísa í ævintýrið, og
það á svo (með einhverjum dularfullum hætti) að sanna að Wagner hafi gefið
Beckmesser einkenni gyðinga. Meginrökin eru að orðið „grimmbewehrt“,
sem ég hef þýtt lauslega sem „brynjaður [eða vopnaður] grimmd“, sé orða-
leikur og megi einnig lesa „Grimm-bewährt“, nefnilega „Grimm-vottaður“,
og þá í merkingunni „eins og Grimm-bræðurnir hafa vottað (eða stað-
fest)“. „Enginn,“ segir Millingon, „sem er kunnugur ritstíl Wagners getur