Hugur - 01.01.2015, Page 6

Hugur - 01.01.2015, Page 6
6 Guðbjörg R. Jóhannesdóttir Þennan þráð fyrirbærafræðilegrar hugsunar um líkamann heldur Gústav Ad- olf Bergmann Sigurbjörnsson áfram að rekja í annarri af tveimur þemagreinum heftisins, „Líkamlegar hugverur: Líkaminn og líkamleiki í fyrirbærafræði Ed- munds Husserl.“ Í greininni bregst Gústav við þeirri hugmynd að fyrirbærafræði Husserls hafi einkennst af hughyggju þar sem líkaminn átti sér ekki stað, með því að sýna fram á hvernig líkaminn birtist þvert á móti í lykilhlutverki í hugsun Husserls sem grundvöllur hinnar hreinu meðvitundar. Seinni þemagrein heftisins er eftir Sigríði Þorgeirsdóttur, sem er án efa sá íslenski heimspekingur sem mest hefur beint sjónum sínum að líkamleika okkar. Í greininni „Heimspeki líkam- ans og heimspeki í líkamanum og hvers vegna hugsun er ekki kynlaus“ hugsar hún ekki bara um líkamann og hvernig líkamleiki okkar mótar aðstæður okkar og tengsl við veruleikann, heldur beinir hún einnig athyglinni að því hvernig hugsunin býr í líkamanum og hvaða áhrif viðurkenning þess getur haft á heim- spekiiðkun. Þær þrjár greinar sem birtast hér en falla utan meginþema Hugar tengjast þó allar þemanu „líkaminn“ á óbeinan hátt. Segja má að auk þess myndi þær í sam- einingu eins konar ófyrirséð and-þema, sem eru skynsemin, efinn og gagnrýn- in; nátengd hugtök sem í heimspekisögunni hefur alltof oft verið stillt upp sem athöfnum hugar sem sé aðskilinn frá líkamanum á sama tíma og þeim hefur verið stillt upp sem kjarna allrar heimspekiiðkunar. Áhugavert verður því að heyra hvernig lesendur túlka efni þessara greina í samhengi við þemagreinarnar tvær á undan. Greinin „Efi, skynsemi og kartesísk endurhæfing“ eftir Mikael M. Karlsson birtist upphaflega á ensku í ritsafninu Descartes: Critical and Interpretive Essays, en birtist hér í íslenskri þýðingu Gunnars Harðarsonar. Í greininni skýrir Mikael frá túlkun sinni á hinni kartesísku aðferð sem endurhæfingaraðferð til þess að eyða fordómum og bæta skynsemina. Ég læt lesendum Hugar eftir að rýna í hvernig eða hvort slík kartesísk endurhæfing kallast á við hina husserlsku aðferð frestun- ar og afturfærslu sem er til umfjöllunar í áðurnefndri grein um fyrirbærafræði Husserls. Atli Harðarson gefur lesendum frekari tækifæri til að hugleiða hlutverk skyn- seminnar í hugsun okkar og athöfnum með ítarlegri greiningu sinni á því undir hvaða skilyrðum við getum sagst hafa skynsamlega sjálfsstjórn á hugsun okkar og gjörðum, en í greininni bregst hann m.a. við skrifum Richards Holtons um sjálfsstjórn. Þó grein hans „Skynsamleg sjálfsstjórn“ hafi ekki verið skrifuð sér- staklega út frá þemanu „líkami“ má þar þó finna athyglisverðar tengingar við þemað, t.a.m. í vísun Atla í fræðimennina Annemarie Kalis, Andreas Mojzisch, Sophie Schweizer og Stefan Kaiser sem í viðleitni sinni til að skilja hugsun okkar og hegðun beita heimspekilegri greiningu samhliða þekkingu úr líffræði, læknis- fræði og sálfræði. Grein Nönnu Hlínar Halldórsdóttur, „„Gagnrýnin hugsun“ í gæsalöppum: Að gagnrýna, hlusta og rökræða en fastsetja ekki „gagnrýna hugsun“ í flokk“, snertir í raun á báðum þemum Hugar: hugsun um Pál og hugsun um líkamann, þó hvor- ugt þemað sé meginviðfangsefni greinarinnar. Nanna notar fræga spurningu Páls: Hugur 2015-5.indd 6 5/10/2016 6:44:52 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.