Hugur - 01.01.2015, Page 13

Hugur - 01.01.2015, Page 13
 Hugtökin búa í hjarta okkar 13 stöðu ég mótaði mér. Í megindráttum hefur reynsla mín allar götur frá því ég var unglingur verið í samræmi við hina upphaflegu reynslu sem ég fékk sem ungur maður. En þetta kann að sjálfsögðu að vera breytilegt frá einum manni til annars. Við þurfum að hafa í huga að skapgerð fólks kann að hafa mikil áhrif á hugsunina og líka reynsluna. Finnst þér að lífsreynslan hafi einhver áhrif á það hvernig maður metur hlutina? Hefur maður til dæmis dýpri tilfinningu fyrir gildi hlutanna? Já, ég held að þetta megi til sanns vegar færa, menn kynnast auðvitað ýmsu með aldrinum sem hefur áhrif á þá, sem dæmi mætti nefna ýmislegt varðandi ástina og samskipti milli vina, nú og svo kynnast menn að sjálfsögðu alls konar fólki, sem miðlar oft af sinni reynslu og fræðir mann um eitt og annað. Alls konar þekking, vitneskja, fróðleikur og skilningur hefur áhrif á hugsun okkar. Mestu skiptir þó hvernig við beinum hugsuninni að reynslunni og að þekkingunni. Ég hef þá trú að flestir heimspekingar móti mjög snemma sína hugsunaraðferð, ef ég má orða það svo, og þroskist þá vonandi í hugsun sinni. Svo er annað sem gerist með aldrinum sem er einfaldlega þetta að maður kynnist æ fleiri heimspekingum og tileinkar sér bæði vitandi vits og oft óafvitandi hugmyndir frá þeim og nýtir þær til eigin yfirvegunar. Það er engin tilviljun að heimspekin hefur verið sögð samræða fyrst og fremst, eða ákveðin tegund af samræðu. Það er til alls konar samræða, margs konar umræður, en heimspekin er í mínum huga viss tegund af samræðu þar sem við erum að deila sameiginlegum hugmyndum og hugtökum, og skýrum þá oft út hvert fyrir öðru hvað þessi hugtök merkja og hvaða máli þau skipta. Mig minnir að það sé haft eftir Wittgenstein að lífið eða lífsreynslan geti kennt manni trú á guð eða að guð sé til eða eitthvað í þá áttina. Kannski er þá hugsunin sú að kynni af missi, þjáningu og fleiru af því tagi geti einhvern veginn leitt mann að slíkri niðurstöðu. Heldurðu að lífið geti kennt manni stóra hluti af þessu tagi? Já, þegar þú pressar mann nú með þessum hætti, Jón, rifjast upp eitt og annað sem kannski gæfi tilefni til að gera meira úr reynslunni en ég gerði hér í upphafi á þessu spjalli okkar. Í þessu sambandi langar mig til að segja frá persónulegri reynslu sem gerist eiginlega á sama tíma og ég hreifst af heimspeki með þeim hætti að ég hef ekki almennilega beðið þess bætur síðan, þessar hugsanir sem ég hugsaði þá, 16, 17, 18 ára: Þessi reynsla er sú að ég verð ástfanginn af þeirri stúlku sem ég trúlofaðist og hefur verið konan mín allar götur síðan. Þarna gerist eigin- lega tvennt á skömmum tíma á ævi minni sem eiginlega umturnar eða gjörbreytir mínu lífi og óneitanlega eru þessir tveir viðburðir í mínu lífi nátengdir. Hér mætti skjóta inn í einni heimspekilegri athugasemd almennt um lífið og tilveruna, en það er að líf okkar markast fyrst og síðast af ákveðnum viðburðum sem hafa að sjálfsögðu mismikla þýðingu fyrir okkur. En ég hygg að langflestir hafi á lífsferli sínum verið markaðir af tilteknum viðburðum sem hafa skipt miklu máli í lífi þeirra og jafnvel að vissu marki opinberað þeim sannleikann um lífið ef ég má orða það svo. Hugur 2015-5.indd 13 5/10/2016 6:44:54 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.