Hugur - 01.01.2015, Page 16

Hugur - 01.01.2015, Page 16
16 Jón Ásgeir Kalmansson ræðir við Pál Skúlason Ertu að tala um einhvers konar handanhyggju, að til sé annar heimur handan þessa heims, hins skynjanlega heims, s.s. heimur hins skiljanlega, sem liggur þessum til grundvallar? Nei, reyndar er það ekki nákvæmlega mín hugmynd, en það eru nokkrir frum- spekilegir kostir í stöðunni. Ein tilgátan væri sú að handan við þennan miklahvell sé annar heimur af allt öðru tagi en við getum ímyndað okkur og að hann sé andlegur, hvað sem það nákvæmlega merkir að lýsa hinu andlega í þessu sam- hengi? Síðan geta menn hugsað sér þennan heim handan við miklahvell. Menn gætu hugsað sér hann sem handanheim guðlegrar veru eins og við þekkjum úr kristninni, þar sé guð sem sé skapari himins og jarðar og að hann haldi ákveðnum tengslum við sköpunarverk sitt. Þennan óendanlega sköpunarmátt köllum við sem sé gjarnan guð. Margir vilja að við tilbiðjum þennan guð sem það vald eða afl sem drottnar yfir öllu sem er. Enn annar frumspekilegur kostur er sá að guð- dómurinn sjálfur splundri sér í alheiminum ef svo má segja, það er að segja, að guð sjálfur sé þessi veruleiki sem skapast við miklahvell, raunverulega þannig að guð sé allt í öllu. Þá værum við komin með einhvers konar algyðistrú sem getur tekið á sig margar ólíkar myndir. Hvaða máli skiptir það að þínum dómi hverja af þessum heimsmyndum við aðhyll- umst? Ég held að séu tvær meginástæður fyrir því að þetta skiptir verulegu máli. Fyrri ástæðan er sú að við virðumst vera þannig gerð sem hugsandi verur að við komumst ekki hjá því að reyna að skilja sjálf okkur og veruleikann og heiminn og höfum eiginlega eins og fengið það verkefni að leitast við að skilja veruleikann. Hin ástæðan er nátengd þessari fyrri, nefnilega, að við getum ekki skipulagt líf okkar á hagnýtan hátt hér í heiminum nema við gerum okkur nokkuð skýrar hugmyndir um það hvernig heimurinn er, hvernig við sjálf erum, hverjir eru veikleikar okkar og styrkleikar, hvaða mistök við gerum og hvernig við getum hugsanlega bætt ráð okkar ef við höfum gert vitleysu. Í mínum huga eru hin fræðilega spurning um heiminn og veruleikann og hin hagnýta spurning um það hvernig við getum komið okkur fyrir á jörðinni órofa tengdar og mjög brýnt, ekki síst nú á síðustu tímum, að þessi tvenns konar viðhorf, hið fræðilega og hið verklega eða hagnýta, séu tvinnuð saman með miklu áhrifaríkari hætti en við höfum gert til þessa. Það hefur þá mikla praktíska þýðingu hvort við aðhyllumst nauðhyggju, svo dæmi sé tekið, eða gerum ráð fyrir því að frelsið sé mögulegt? Ertu að segja að þessar almennu hugmyndir um hvernig heimurinn er liggi siðferði okkar til grundvallar og það sé eig- inlega lífsspursmál hvernig við svörum þessum almennu heimspekilegu spurningum? Já, ég tek algerlega undir þetta og get ekki orðað það betur en þú varst að gera. Því miður hafa orðið ákveðin rof á milli vísinda og heimspeki sem hafa valdið því að margir mjög góðir og merkir vísindamenn hafa eins og misst tengslin við heimspekina og frumspekina, verufræðina og siðfræðina, misst tengslin við þessi grunnsvið heimspekinnar og einangrað vísindin, mér liggur við að segja, Hugur 2015-5.indd 16 5/10/2016 6:44:56 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.