Hugur - 01.01.2015, Page 22

Hugur - 01.01.2015, Page 22
22 Jón Ásgeir Kalmansson ræðir við Pál Skúlason ekki bara um heimspeki, þetta á við um okkar hversdagslegu hugsun og um alla vísindalega og fræðilega hugsun, þetta er hið eiginlega viðfangsefni frumspek- innar eins og ég skil hana. Eitt sem mætti kannski segja um þessi hugtök sem þú nefnir, er að þetta eru allt almenn, abstrakt hugtök og kannski svolítið, ég veit ekki hvort ég á að leyfa mér að segja, köld hugtök. Þá dettur mér í hug að spyrja, þú virðist ekki hafa nein not fyrir hugtakið guð eða hugtakið persónulegur guð sem trúaðir menn lifa í einhverjum persónulegum tengslum við? Margir heimspekingar hafa frá fornu fari notað guðshugtakið og gera jafnvel enn í allri frumspeki. Ég hef kosið að forðast það, mér liggur við að segja af virðingu fyrir trúarbrögðunum. Ástæðan er sú að guðshugtakið hefur oft aðra merkingu en í frumspekinni og það á sérstaklega við um hinn kristna guð, Jesú Krist, sem ég ber óendanlega mikla virðingu fyrir. Að mínum dómi er á hinn bóginn lítt við hæfi að blanda honum inn í rökræðu um það sem þú leyfir þér að kalla hin köldu hugtök eða frumspekina, sem ég leyfi mér að gera athugsemdir við vegna þess að mér finnst þetta vera afskaplega hlý hugtök og fjarri því að vera abstrakt eða mjög sértæk vegna þess að þau standa okkur svo nærri. Ef ég ætti að nota líkingu, þá myndi ég segja þau búa í hjarta okkar. Þessi líking kemur frá Pascal, þau eru hlý, þau umvefja okkur, en við erum umvafin þeim án þess að gera okkur grein fyrir því. Það mætti kannski spyrja, eru frumspekileg hugtök fyrir sumum heimspekingum í ein- hverjum skilningi það sem guð er fyrir trúuðu fólki? Ég hef tilhneigingu til að gera greinarmun á mismunandi tegundum af hugsun ef ég má orða það þannig og það sé rétt til að mynda að gera greinarmun á því sem við getum kallað heimspekilega hugsun og trúarlega hugsun. Við getum líka talað um alls konar aðrar gerðir hugsunar, svo sem viðskiptahugsun, stjórnmálahugsun. Það er að segja, að það er viðfangsefnið hverju sinni sem hugsunin beinist að sem markar hana og í mínum huga eru skörp skil milli trúarlegrar hugsunar í merk- ingu trúarbragðanna og heimspekilegrar hugsunar, sem tengist meðal annars því að trúarleg hugsun í merkingu trúarbragðanna byggist á ákveðnu trausti sem menn rækta með sinni trú. Menn rækta andlegt samband við hugsanlegan guð sem þeir trúa á, sem getur verið Jesús Kristur eða einhver annar sem er fulltrúi guðdómsins í huga viðkomandi, en í heimspekinni er kannski einhver ákveðin trúarleg hugsun, en hún beinist þá að því sem við köllum yfirleitt skynsemi. Til að mynda er ég skynsemismaður, ég trúi á skynsemina, ég trúi ekki alltaf á mannlega skynsemi því hún er svo sannarlega brigðul, en almennt séð finnst mér ástæða til að leggja áherslu á það að skynsemistrú er sérstakrar tegundar og mjög mikilvæg að mínum dómi. Hún kemur ekki í staðinn fyrir hina trúna, menn geta verið bæði skynsemistrúarmenn og síðan ræktað sína trú í skilningi trúarbragðanna með sínum hætti. Hugur 2015-5.indd 22 5/10/2016 6:45:00 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.