Hugur - 01.01.2015, Side 38

Hugur - 01.01.2015, Side 38
38 Jón Ásgeir Kalmansson ræðir við Pál Skúlason og sköpun séu hugtök sem fara mjög nálægt hvort öðru. Til að verða glaðari þarf maður helst, sem dæmi, að geta búið til góðan mat, glaðst yfir góðu verki. Sama á við um hamingjuna sem farsæld, farsælt fólk er fólk sem er alltaf að láta eitthvað gott af sér leiða. Það er alltaf að gera eitthvað gott, ekki bara fyrir sjálft sig, heldur líka fyrir lífið og fyrir aðra. Síðan eru hin viðhorfin, þegar við erum að taka á móti, ánægjan annars vegar og gæfan hins vegar, þarna reynir á hæfni okkar til að móttaka veruleikann. Maður þarf að átta sig á því hvað það er sem veitir manni ánægju, raunverulega ánægju og hvort það sem við köllum heppni eða gæfu sé alltaf heppni og gæfa í raun. Við þurfum að yfirvega þetta og reyna að átta okkur á því hvað það er sem gefur lífi okkar gildi í þeirri merkingu að taka á móti gjöfum lífsins eða því sem lífið færir okkur. Þetta er það sem ég var að reyna að útlista í greiningu minni á hamingjunni. Hugsarðu þetta þá þannig að það sé engin ein rétt skilgreining á hamingjunni heldur séu það þessi ólíku viðhorf sem fólk tileinkar sér skv. sinni eigin skapgerð? Ég held að það megi lýsa þessum þáttum hamingjunnar, gleðinni, farsældinni, gæfunni og ánægjunni, sem ólíkum viðhorfum til hamingjunnar. Hjá fólki kunna þau að ráðast af skapgerð og trú eða einhverjum heimspekilegum vangaveltum. Það sem ég tel að sé hvað mikilvægast er að það eru ákveðnar dygðir sem tengjast hverjum þessara fjögurra þátta hamingjunnar. Ástæðan fyrir því að ég er með þessa fjóra þætti skýrist af því hvernig við byrjuðum okkar samræður. Ég leitaði að íslenskum orðum sem mér fannst vera gagnleg til að hjálpa okkur til að skilja ham- ingjuna. Ég fann engin orð önnur en þessi fjögur. Mér fannst þessir fjórir þættir vera það sem máli skiptir og þeir eru inntakið í kenningu minni um hamingjuna. Hamingjan er fólgin í ákveðinni ánægju, gleði, farsæld og gæfu. Óhamingjusömu fólki líður ekki vel, það er ekki glatt, það er ekki farsælt og lánið hefur greinilega ekki leikið við það. Þetta er mín skilgreining og ég vil gjarnan rökræða við hvern sem er um það hvort einhver betri skilgreining er til á hamingjunni sem er alveg hugsanlegt. Annar möguleiki væri að ein af þessum skilgreiningum væri kannski sú hin rétta. Almenningur myndi kannski segja að hamingjan sé ánægja, það er hið viðtekna viðhorf. Sálfræðingar, læknar og heilbrigðisvísindafólk og kennarar og aðrir hefðu ef til vill tilhneigingu til að segja að hamingjan sé farsæld. Það eru ákveðnar viðmiðanir, en ég tel mig hafa þarna kenningu sem sé býsna góð. Má ég spyrja þig, hvar mundir þú flokka sjálfan þig, hvernig lítur þú á eigið líf út frá þessari flokkun? Ég held að þegar ég var barn hafi ég verið afskaplega gæfusamt barn, ég man aldrei eftir neinni ógæfu í lífi mínu eða fjölskyldu minni sem ég myndi kalla, þannig að ég tel mig hafa notið gæfu. Síðan á unglingsárunum þá er það auðvitað hamingjan sem ánægja, það er að njóta lífsins á einhvern hátt, sem sækir sterklega á mann. Ég held að fólk elti gjarnan ánægjuna fram eftir öllum aldri, heldur að það sé ánægjan sem lífið snýst um. Því miður er alltof mikið um það hjá ungu fólki að halda að málið snúist um að gera þetta eða hitt og það fái einhver verð- laun í staðinn sem er ánægja. Ég er þó alls ekki að hafna því að fólk njóti þess Hugur 2015-5.indd 38 5/10/2016 6:45:03 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.