Hugur - 01.01.2015, Síða 65

Hugur - 01.01.2015, Síða 65
Hugur | 27. ár, 2015 | s. 65–80 Sigríður Þorgeirsdóttir Heimspeki líkamans og heimspeki í líkamanum og hvers vegna hugsun er ekki kynlaus Að kasta eins og stelpa er undirtitill þekktrar bókar heimspekingsins Iris Marion Young sem fjallar um kvenlega líkamsreynslu. Titillinn er myndrænn og við sjá- um fyrir okkur stelpu sem kastar bolta og tengjum það við frekar aumingjalegan og „stelpulegan“ kastmáta. Stelpur geta jú oft ekki kastað bolta jafn langt og af jafn miklum krafti og jafnaldra strákar. Young ræðir í bók sinni hvernig stúlkur og konur kunni ekki að treysta eigin líkama í heimi karlhverfs gildismats sem skipar hinu kvenlega skör lægra en hinu karllega. Young heldur áfram að tala um hvern- ig stúlkur/konur vanmeti oft líkamlega færni sína: „Það er dæmigert fyrir kven- líkamann að fullnýta ekki raunverulega getu sína, bæði hvað varðar möguleika líkamsstyrks sem og hina raunverulegu færni og samhæfingu sem hann býr yfir“.1 Þessi bók Young kom fyrst út fyrir aldarfjórðungi og virðist sem útbreidd vantrú á líkamsgetu hafi minnkað síðan þá. Úttektir á fjölmiðlaumfjöllunum um íþróttir kvenna hafa sitt að segja, en þær hafa sýnt að við vanmetum almennt getu kvenna og ofmetum getu karla vegna þess að við berum líkamsgetu kvenna saman við lík- amsgetu karla í stað þess að virða líkamsfærni kynjanna á sínum eigin forsendum. Þess vegna má sjá allt annað viðhorf til líkamsfærni kvenna í nýlegu myndbandi þar sem Leah Dawson, þekkt brimbrettakona, lýsir því hvað það merki að kunna að njóta þess að „sörfa eins og kona“.2 Hér er titillinn ekki tengdur einhverju hálf-aumingjalegu eins og boltakastinu í dæmi Young heldur þeim styrk og gleði sem felst í því að sörfa eins og kona. Að vera á brimbretti og að kasta bolta eru líkamsathafnir. Heimspekileg hugs- un er ekki líkamleg athöfn í þessum þrengri skilningi þar sem líkamsstyrkur, færni og samhæfing er málið. Boltakast og sörf eru samt ekki hreinar líkamlegar athafnir vegna þess að hugræn ferli hafa áhrif á árangur eins og Young bendir á. Af þeirri ástæðu má spyrja hvort megi draga einhverjar ályktanir af neikvæðri 1 Young, 2005:148. 2 https://www.facebook.com/TheInertia/videos/1060569477316203/?pnref=s Hugur 2015-5.indd 65 5/10/2016 6:45:11 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.