Hugur - 01.01.2015, Síða 92

Hugur - 01.01.2015, Síða 92
92 Mikael M. Karlsson þar af leiðandi öll rökfærslan, vafasöm, og heldur því auk þess fram að „almennur efi sé hvorki nauðsynlegur né skynsamlegur“.15 Frankfurt fjallar um sama atriði í lengra máli. Skoðun hans virðist vera sú að fyrsta skrefið [ljóst er að Frankfurt meinar þetta bókstaflega] í … tilraun [Descartesar] til að grundvalla eitthvað „traust og varanlegt í vísindum“ á að vera engu minna róttæk ráðstöfun en að „rífa til grunna allar fyrri skoðanir mínar“. Þar sem hann hefur tekið eftir því að margar helstu grundvallarskoðanir hans eru rangar, ákveður hann að hann verði að „umturna“ öllum skoðunum sínum „og byrja að nýju frá grunni“.16 Þessi tilvitnun í Frankfurt sýnir (eins og áður var minnst á) að hann, eins og Kenny, lítur svo á að Descartes sé að færa rök fyrir fyrirfram-efa: [Descartes] þarf vissulega ástæðu til að réttlæta þá ákvörðun sína að „um- turna“ öllum skoðunum sínum, þ.e. fresta dómum um þær. En ástæðan sem hann þarfnast kemur á fullnægjandi hátt fram í þeirri athugasemd hans í upphafsorðunum … að skoðanir hans skorti traustan grundvöll.17 Það er erfitt að sjá hvers vegna Frankfurt fellst á þessi rök sem hann eignar Descartes. Því að augljóslega vaknar eftirfarandi spurning: „Hvaða ástæðu gæti René haft til að ætla að skoðanir sínar skorti traustan grundvöll áður en hann fer yfir efasemdarökin sem koma síðar í Hugleiðingunni?“ Ekki aðeins er Frank- furt áfram um þessi meintu rök Descartesar, heldur er hann ekki óhallur undir fyrirfram-efa. Hann heldur því fram að „þessi tegund almennrar frestunar trúar sé eðlilegt og viðeigandi skref í sérhverri rannsókn sem ætlar sér að vera rökrétt og skipuleg … Hún er fjarri því að vera neinn hetjuskapur, hún er einfaldlega alvanaleg.“18 Þar sem Frankfurt fer vel í saumana á texta Descartes, undrast hann að svo margir staðir í ritum hans bendi til þess að aðferðarfræði Descartesar krefjist ekki fyrirfram-efa, heldur eftirá-efa, þ.e. víðtækrar frestunar dóma í ljósi efasemdarök- færslnanna í Fyrstu hugleiðingu. Frankfurt hefur einnig áhyggjur af augljósri ósamkvæmni í framkvæmdinni: ef „rök“ Descartesar í upphafsorðum Fyrstu hug- leiðingar nægja honum til að réttlæta „almenna umturnun“ skoðana sinna (eins og Frankfurt telur), hvaða viðbótartilgangi þjóna þá efasemdarökfærslurnar sem á eftir koma? Frankfurt finnur svarið við þessari spurningu í bréfi til Clerseliers, þar sem Descartes segir að „hvaða ákvörðun sem maður hafi tekið til að neita eða játa engu, gleymir hann því auðveldlega ef hann hefur ekki fest það vandlega í minni sér“.19 Þetta er ástæðan fyrir því að viðbótarrök þarf til: ekki til að skapa efa, heldur til að viðhalda honum. 15 Anthony Kenny, Descartes: A Study of His Philosophy (New York, 1968), bls. 18–20. 16 Frankfurt, Demons, bls. 16 og bls. 19–20, leturbreytingar mínar. 17 Ibid., bls. 20. 18 Ibid., bls. 17. 19 12. janúar 1646: HR II:126; Frankfurt, Demons, bls. 19, 21. Hugur 2015-5.indd 92 5/10/2016 6:45:19 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.