Hugur - 01.01.2015, Page 101

Hugur - 01.01.2015, Page 101
 Efi, skynsemi og kartesísk endurhæfing 101 samanburður við samsvarandi kafla í Orðræðunni og í Lögmálunum (sem samin eru á undan og eftir Hugleiðingunum) gerir þetta ljóst. Í Orðræðunni lítur samsvarandi rökfærsla þannig út: Og með því að til eru menn, sem skjátlast í rökfærslum sínum jafnvel um einföldustu atriði flatarmálsfræðinnar og verða þar á rökvillur, og ég taldi mér eins hætt við að skeika og hverjum öðrum, þá varpaði ég frá mér sem röngum öllum þeim rökum, er ég hafði áður talið góðar og gildar sannanir. [OA, 98; HR I:101; skáletranir mínar] Í þessum kafla er það reyndar sérstaklega rökhugsunin sem er dregin í efa – flatar- málsfræði er aðeins nefnd til að sýna einföldustu (og þá líkast til áreiðanlegustu) dæmin um rökhugsun. Á sama hátt sjáum við Descartes segja í Lögmálunum I, 5, í viðbót við efasemdir um skynjanlega hluti: Við eigum líka að efast um önnur atriði [reliquis] sem við töldum áður að væru hafin yfir allan vafa: bæði stærðfræðilegar sannanir og reglur sem við töldum fram að þessu að væru augljósar: því að við höfum áður séð að mönnum skjátlast um slíka hluti og telja alveg áreiðanlegt og augljóst það sem okkur virtist rangt. [HR I:220; AT 8:6, skáletranir mínar]28 Tökum sérstaklega eftir því að það sem er hér dregið í efa er sagt berum orðum að sé eitthvað annað en það sem gefið er í skynjuninni; og það er erfitt að komast hjá því að ímynda sér að þessi kafli segi nákvæmlega sama hlutinn og við sáum í Hugleiðingunum. Ef litið er til þess að textarnir styðja hver annan, virðist ljóst að Descartes hugs- ar sér að René dragi rökhugsunina með einhverjum hætti í efa. Nú er ég sammála vel rökstuddri skoðun Frankfurts, að René geti ekki verið að hreyfa efasemdum um það sem er skynjað tært og hreint, eða um Skynsem- ina, sem við kölluðum svo. Slíkar efasemdir geta aðeins komið fram þegar René verður var við náttúrunnar skilningsljós í Þriðju hugleiðingu.29 En vegna þess að Frankfurt heldur ekki fram neinum sjálfum sér samkvæmum greinarmun á rökhugsun og Skynsemi, telur hann að hann verði að neita því að René geti ver- ið að færa efasemdarök gegn skynseminni í Fyrstu hugleiðingu – efasemdarökin hljóta, telur Frankfurt, að beinast einhvern veginn gegn skilningarvitunum. En þó 28 Lögmál, 1.4 bera yfirskriftina: „Hvers vegna við getum efast um skynjanlega hluti“ og taka upp í samþjöppuðu formi efarökin gegn skilningarvitunum í Fyrstu hugleiðingu. Lögmál, 1.5 heita: „Hvers vegna við getum einnig efast um niðurstöður stærðfræðinnar“. 29 J. Tlumak hefur réttilega gagnrýnt mig fyrir að leggja að jöfnu, án rökstuðnings, beitingu Skyn- seminnar (eða hins náttúrulega skilningsljóss) og tæra og hreina skynjun, og fyrir að halda því fram, aftur án rökstuðnings, að hið náttúrulega skilningsljós sé dregið í efa í Þriðju hugleiðingu. Þetta eru umdeilanleg atriði, bendir J. Tlumak á, og til eru veigamikil rök sem ég hef ekki borið við að svara, sem ráðast af afstöðu minni til beggja þessara atriða. Ég er reiðubúinn að færa rök fyrir máli mínu, en rúmsins vegna geri ég það ekki hér. Fremur vil ég lýsa yfir skyldu minni til að gera það þegar tækifæri býðst. Hugur 2015-5.indd 101 5/10/2016 6:45:21 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.