Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 106

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 106
Hugur | 27. ár, 2015 | s. 106–122 Atli Harðarson Skynsamleg sjálfstjórn Æðsta heill er að eiga ráð eigin vilja og hugarfars. Sófókles1 Það er kunnara en frá þurfi að segja að fólk skortir talsvert á fulla sjálfstjórn. Það sætir sjaldan tíðindum þó að hjón sem ætla að eiga góða stund saman fari að rífast, námsmenn sem einsetja sér að vakna snemma og læra fyrir próf sofi fram að hádegi og fólk sem ákveður að hætta að reykja geri það ekki. Stundum vill fólk líka fyrirgefa en losnar ekki við gremjuna, vill leggja fyrir en safnar samt skuldum, vill vera vingjarnlegt en sýnir samt vanþóknun með svipbrigðum sem það ræður ekki við. Menn hafa áform sem ná ekki fram að ganga vegna þess að hugurinn er óstýrilátur með einhverjum hætti. Þótt stjórnleysi sé hluti af hversdagslegri reynslu er snúið að átta sig á hvað bregst. Er um það að ræða að menn langi eitt og geri annað, eða er vandinn fremur sá að þeir geri það sem þá langar mest en langanirnar stríði gegn skynsemi þeirra? Stundum virðist þetta töluverð flækja. Í ágætri bók eftir Jon Elster um undirstöður félagsvísinda er fjallað um hvað það þýðir að hafa skynsamlega stjórn á gerðum sínum. Eitt dæmi sem Elster tekur er af manni sem segir: Ég vildi að ég vildi ekki að ég vildi ekki borða rjómatertu. Ég vil borða rjómatertu því mér finnst hún góð. Ég vildi samt að mér þætti hún ekki góð því ég er dálítið hégómlegur og finnst þess vegna mikilvægt að vera grannvaxinn. En ég vildi að ég væri ekki svona hégómlegur. (En hugsa ég bara á þessa leið þegar mig langar í köku?)2 Hér er ekki augljóst, að minnsta kosti ekki við fyrstu sýn, hvort sá sem um ræðir sýnir meiri sjálfstjórn með því að fá sér tertusneið eða með því að gera það ekki. Ég kem aftur að þessu dæmi en fyrst ætla ég að reyna að gera grein fyrir því hvað sjálfstjórn er. Síðan reyni ég að skýra með hverjum hætti hún getur brugðist. Um- 1 Sófókles, 1990: 354. Úr lokasöng kórsins í Antígónu. 2 Elster, 1989: 37. Hugur 2015-5.indd 106 5/10/2016 6:45:23 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.