Hugur - 01.01.2015, Page 108

Hugur - 01.01.2015, Page 108
108 Atli Harðarson Mynd 2 Tiltæk þekking á því hvað er réttast eða best að gera. Skilningur minn á því hvað er réttast eða best að gera. Það sem ég geri. Allmargir, þar á meðal Locke og Spinoza á sautjándu öld og fjöldi seinni tíma heimspekinga undir áhrifum frá þeim, hafa talið að athafnir manna stjórnuðust ævinlega af löngun eða einhvers konar geðshræringu: Vit og skilningur gætu að- eins stýrt mönnum með því að hafa áhrif á geðshræringarnar.6 Um þetta má þó efast. Meðal þess merkasta sem ritað hefur verið um sjálfstjórn síðustu ár er bókin Willing, Wanting, Waiting eftir Richard Holton. Þar rökstyður hann að ætlun, vilji eða ásetningur geti stýrt athöfnum manna án þess að löngun komi til. Ásetningur (resolution) er að dómi Holtons raunar ætlun í þá veru að láta löngun ekki ná tökum á sér.7 Sjálfstjórn er að mati hans fyrst og fremst í því fólgin að geta staðið við ásetning og vera hæfilega tregur til að endurskoða hann. Menn geta þá mótað stefnu eftir umhugsun og haldið sig við hana þótt þeir verði þreyttir, þeirra sé freistað, eða þeim sé villt sýn um stundarsakir. Hann dregur niðurstöður sínar um þetta efni saman þar sem hann segir: Skynsamlegt er að hafa tilhneigingu til að endurskoða ásetning ekki • ef maður stendur frammi fyrir þeim freistingum sem ásetningn- um var ætlað að yfirvinna; • ef dómgreind manns er lakari en hún var þegar ásetningurinn var mótaður. Skynsamlegt er að hafa tilhneigingu til að endurskoða ásetning • ef ástæðurnar fyrir honum eru ekki lengur fyrir hendi; • ef aðstæður reynast í mikilvægum atriðum aðrar en búist var við; • ef maður gerði mistök sem máli skipta í rökfærslunni sem leiddi til ásetningsins.8 Mér virðist greinarmunur Holtons á ætlun eða ásetningi annars vegar og löngun hins vegar eiga við rök að styðjast og held að það sé rétt að halda þeim möguleika opnum að ásetningur geti stjórnað gerðum manns án þess nein löngun komi til. Mér getur til dæmis verið sama hvort ég hef ýsu eða þorsk í matinn en ég ákveð samt að biðja um ýsu í búðinni til að eyða ekki tíma í að velta vöngum þegar inn er komið. Ég geng svo inn í fiskbúðina og bið um ýsuflak án þess að vera meðvitaður 6 Atli Harðarson, 2004. 7 Holton, 2009: 119. 8 Holton, 2009: 160. Hugur 2015-5.indd 108 5/10/2016 6:45:24 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.