Hugur - 01.01.2015, Síða 109

Hugur - 01.01.2015, Síða 109
 Skynsamleg sjálfstjórn 109 um neina löngun til að taka eina fisktegund fram yfir aðra. Það er ákvörðunin sem ræður. Þeir sem telja að athafnir hljóti ævinlega að stjórnast af löngun myndu ef til vill svara þessu á þá leið að löngun til að standa við ákvörðun ráði því hvað ég geri eftir að ég kem inn í verslunina. Ef ég bendi á að ég finni ekki til neinnar slíkrar löngunar geta þeir bætt við að hún sé þá ómeðvituð. Við þessu er lítið annað að segja en að tal um meinta löngun sem ekki verður vart við styðst tæpast við neitt nema alhæfingu um að allar athafnir stýrist af löngun. Slíkt tal getur því ekki ver- ið hluti af rökstuðningi fyrir alhæfingunni. Vera má að umrædd alhæfing sýnist sennileg vegna þess að þó sögnin að langa sé oftast höfð um geðshræringu, það er að segja afstöðu sem er blönduð tilfinningu og leitar á hugann, þá er hún stundum notuð um að taka einhvern kost fram yfir annan. Ef að langa meira í eitt heldur en annað er látið merkja það eitt að maður taki það fyrrnefnda fram yfir, þá verður fullyrðing um að hvaðeina sem maður velur sé valið af löngun að innantómri klifun. En ef löngun merkir geðshræringu þá er alhæfing um að allt sem við gerum stjórnist af löngun ósennileg. Þegar fólk segir eitthvað á borð við „mig langaði ekki til þess en ég lét mig hafa það“ eða „mig langaði meira að vera heima en ég var búin að ákveða að fara með honum“ þá virðist það, að minnsta kosti stundum, meina í fullri einlægni að athafnir þess stjórnist af öðru en löngunum. Það má svo í framhaldi af þessu spyrja hvort ætlun eða ásetningur þurfi endi- lega að koma til. Getur athöfn ekki stjórnast beint af skilningi á hvað er rétt? Svo virðist stundum vera. Hugsum okkur til dæmis að ég sé að leggja saman tölur á blaði. 123 + 256 Neðan við aftasta talnadálkinn skrifa ég 9. Það er í samræmi við það sem ég veit að er rétt en ég verð ekki var við löngun, ætlun eða ákvörðun. Ég geri þetta af vana en þetta er samt athöfn sem mér er sjálfrátt um og hún stjórnast af skilningi eða þekkingu. Ég skrifa tölustafinn 9 vegna þess að ég veit að það er rétt. Eins virðist löngun geta kviknað af skilningi þannig að um leið og maður veit af einhverju langi hann í það án þess ætlun eða ásetningur komi til. Þegar tekið er tillit til kenninga Holtons og þeirra möguleika að athöfn eða löngun stjórnist milliliðalaust af skilningi verður myndin af skynsamlegri sjálf- stjórn talsvert flóknari: Hugur 2015-5.indd 109 5/10/2016 6:45:24 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.