Hugur - 01.01.2015, Síða 116

Hugur - 01.01.2015, Síða 116
116 Atli Harðarson umhugsun dragi úr löngun í tóbak24 renna þær ekki síður stoðum undir kenn- ingar um að hugsun um framtíðina dragi úr tilhneigingu til að gjaldfella gæði sem eru fjarlæg í tíma. Kenningar Ainslies og Gold gera ráð fyrir að ómeðvitaðir útreikningar á nú- virði séu eins og innbyggðir í hugann og hann gjaldfelli gæði eftir fjarlægð í tíma, umfram það sem skynsamlegt er. Þessar kenningar virðast sennilegar í ljósi þess að þegar fíkn fær menn til að undirbúa og skipuleggja innkaup eða bruggun á einhverju, sem þeir vita vel að færir þeim vanlíðan og óhamingju, þá virðast þeir hafa tímabundin áform sem eru í andstöðu við skilning þeirra á hvað best sé að gera. Athæfi þeirra lítur ekki út eins og stundaræði, fum eða fát, heldur sem úthugsað og gert af ásetningi. Ef þetta er rétt þá er vandi fíkla ekki í því fólginn að þeir hafi ekki sjálfstjórn í skilningi Holtons25 – það er sjálfstjórn sem er í því fólgin að geta framkvæmt ætlun sína. Vandi þeirra er þá ístöðuleysi, það er að segja vanhæfni til að hafa skynsamlega sjálfstjórn með því að láta ætlun sína vera staðfastlega í samræmi við skilning sinn á því hvað sé rétt eða gott. Eins og ég kem betur að þegar ég ræði fjórðu gerð stjórnleysis hafa sumir sérfræðingar um fíkn vefengt kenningar um að dæmigerð hegðun þeirra sem ánetjast vanabind- andi efnum stjórnist af eiginlegum ásetningi. Þriðja gerð: Löngun sem stjórnar athöfn ræðst hvorki af ætlun né skilningi Þegar menn gera annað en þeir ætla er æði oft erfitt að henda reiður á hvort löngun ber ásetning þeirra ofurliði eða hvort þeir breyta ásetningi sínum vegna áhrifa frá löngun. Hugsum okkur til dæmis mann sem ætlar að léttast og ásetur sér að borða bara epli í eftirmat en fær sér samt tertusneið. Er nokkur leið að vita hvort réttara er að túlka hegðun hans svo að löngun í sætindi hafi borið ásetning hans ofurliði eða skilja hana á þann veg að hann hafi breytt ásetningi sínum þegar hann sá hve girnileg terta var í boði? Kannski ekki. Það er samt hægt að tína til dæmi þar sem löngun stjórnar athöfn manns og gengur gegn staðfastri ætlun eða skilningi á því hvað best er að gera. Þetta virðist til dæmis henda fólk sem er haldið löstum eins og öfundsýki, afskiptasemi, stjórnsemi, drottnunargirni og hnýsni. Það spillir samböndum sínum við aðra og er sjálfsagt oft óánægt með framkomu sína, áformar að breyta henni, en tekst það samt ekki vegna langana eða girnda sem taka af því ráðin og eru ef til vill fastar í farvegi einhvers vana. Þáttaskil urðu í rannsóknum sálfræðinga á stjórnleysi af þessari gerð árið 1998 þegar Roy E. Baumeister, Ellen Bratslavsky, Mark Muraven og Dianne M. Tice26 gerðu grein fyrir niðurstöðum sem sýndu að viðleitni til að sigrast á freistingum virðist útheimta vinnu sem þreytir fólk. Þau skýrðu meðal annars frá því að fólk sem stóðst þá freistingu að borða girnilegt súkkulaði og lét sér duga að borða hreðkur gafst fyrr upp á að leysa þrautir en fólk sem ekki hafði áður þurft að sigrast á slíkri raun. Síðan þá hefur fjöldi rannsókna staðfest að þegar menn leggja sig fram um að láta ætlun yfirvinna löngun er eins og þeir þreytist, því ef þeir fá 24 Kober, Kross, Mischel, Hart og Ochsner, 2009. 25 Holton, 2009. 26 Baumeister, Bratslavsky, Muraven og Tice, 1998; Muraven og Baumeister, 2000. Hugur 2015-5.indd 116 5/10/2016 6:45:26 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.