Hugur - 01.01.2015, Side 118

Hugur - 01.01.2015, Side 118
118 Atli Harðarson reit í þann fjórða. Því betur sem mönnum gengur að láta langanir sínar vera í samræmi við skilning sinn á hvað best er að gera, því minni þörf hafa þeir fyrir hæfni til að sigrast á löngunum. Þess vegna er það ekki eins undarlegt og virðast kann við fyrstu sýn að sterkt samband milli skilnings og langana fari saman við veikt samband milli ásetnings og athafnar. Stundum þegar áform eru ofurliði borin er eðlilegt að hugsa sér að þau láti í minni pokann fyrir löngun. En stundum er hæpið að lýsa ofureflinu sem eigin- legri löngun. Hræðsla og fleiri geðshræringar eru til dæmis á gráu svæði hvað þetta varðar. Ótti getur fengið menn til að hörfa þó þá langi ekki beinlínis til þess. Sumt af því sem tekur af mönnum ráðin, eins og til dæmis ofsakvíðakast (felmtursröskun), er jafnvel hæpið að kalla geðshræringu, a.m.k. ef við lítum svo á að geðshræringar hljóti ævinlega að fela í sér yrðanlega afstöðu eða hugsun auk tilfinninga. Hér er komið að fjórða flokki stjórnleysis, sem ef til vill er sá al- gengasti og margbreytilegasti þótt honum séu sjaldan gerð skil í heimspekilegum skrifum um efnið. Fjórða gerð: Athöfn ræðst hvorki af skilningi, ætlun né löngun Oft virðist það sem við gerum vera í ósamræmi við það sem okkur bæði langar til að gera og við ætlum að gera. Þetta gerist til dæmis þegar kvíði nær valdi á fólki svo því tekst ekki að segja orð sem það ætlar að segja. Sömuleiðis taka viðbrögð eins og stam, fátkennd svipbrigði, grátur eða hlátur stundum öll ráð af fólki. Ég get til dæmis ætlað að segja sorglegar fréttir án þess að fara að gráta en verið með munnherkjur og ekka og tárfellt án þess að ráða við það. Ég græt þá án þess að langa til þess eða ætla það. Svipað má segja ef ég reyni að vera með alvörusvip þegar einhver hagar sér undarlega en missi mig í að hlæja. Þetta eru kannski ekki beinlínis athafnir en samt eðlilegt viðfang sjálfstjórnar. Það er einhvers konar stjórnleysi að ráða ekki við grát eða hlátur eða geta ekki talað sakir kvíða. Sumt annað sem klárlega flokkast undir athafnir er gert án neinnar meðvitaðrar löngunar. Þetta á við um ýmislegt sem við gerum af vana eða rælni. Sem dæmi má taka að ég ók einu sinni frá Akranesi í átt að Hvalfjarðargöngum þótt ég ætlaði að fara í Borgarnes. Ég er einfaldlega svo vanur að aka í þessa átt þegar ég fer út úr bænum að á vegamótunum hélt ég áfram til Reykjavíkur í stað þess að beygja til vinstri í átt að Borgarnesi. Ég gerði þetta, að mér virtist, án neinnar löngunar eða ætlunar. Ef til vill er sumt í hegðun fíkla enn einn flokkur dæma um að athafnir stjórnist ekki af þeirri löngun sem er sterkust. Það eru að minnsta kosti til kenningar um fíkn í áfengi, tóbak og önnur vanabindandi efni sem gera ráð fyrir að annað en styrkur löngunar ráði stundum úrslitum um að neyslu er haldið áfram þótt neyt- anda sé fulljóst að best sé að halda sig frá efninu.32 Bandaríski heimspekingurinn Timothy Schroeder tilheyrir vaxandi hópi fræðimanna sem beita í senn heimspekilegri greiningu og þekkingu úr líffræði, læknisfræði og sálfræði til að skilja hugsun manna og hegðun. Hann hefur sett 32 Sjá t.d. Gjelsvik, 1999; Schroeder, 2010; Schroeder og Arpaly, 2013; Holton og Berridge, 2013. Hugur 2015-5.indd 118 5/10/2016 6:45:27 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.