Hugur - 01.01.2015, Page 123
Hugur | 27. ár, 2015 | s. 123–141
Nanna Hlín Halldórsdóttir
„Gagnrýnin hugsun“ í gæsalöppum
Að gagnrýna, hlusta og rökræða en fastsetja ekki
„gagnrýna hugsun“ í flokk1
Hver get ég orðið í heimi þar sem mörk og merk-
ing sjálfsverunnar eru fyrirfram tilgreind fyrir mig?
Hvaða norm þrengja að mér þar sem ég spyr hvað ég
gæti orðið?2
Þegar ég hóf að kenna heimspeki árið 2012 var ég full tilhlökkunar en einnig
kvíðin. Ég vissi ekki hvernig ég átti að vera sem kennari. Hlutverkinu fylgdu fé-
lagsleg samskipti sem ég þekkti ekki til; í krafti menntunar minnar var ég komin
í ákveðna stöðu gagnvart öðrum manneskjum, samfélagskerfið fól mér að miðla til
og meta manneskjur út frá minni eigin menntun. Mér þótti gott að öðlast samfé-
lagslega viðurkenningu en um leið óttaðist ég að ég yrði ekki nógu „kennaraleg“,
hvorki hvað varðaði val á lesefni né gjörningshátt3 (e. performativity) í kennslu-
stofunni. Ég eyddi því dágóðum tíma í að finna lesefni og hóf kennslu á hinni
sígildu grein Páls Skúlasonar, „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“4
Á sama tíma og ég stundaði nám í heimspeki og gagnrýnum fræðum í Bretlandi á
eftirhrunsárunum voru umræður um siðfræði og gagnrýna hugsun ofarlega á baugi
1 Þessi grein er unnin á starfslaunum frá Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna. Hún er
lauslega byggð á erindi mínu á Hugvísindaþingi 2013, „Gagnrýni á gagnrýna hugsun“. Ég þakka
Valgerði Pálmadóttur, Birni Þorsteinssyni, Birni Reyni Halldórssyni og Sigríði Þorgeirsdóttur
fyrir yfirlestur, nytsamlegar ábendingar og frjóar samræður um gagnrýni.
2 Butler, 2002: 220–221. Þýðing er höfundar.
3 Gjörningsháttur er eitt af meginstefjum í heimspeki Butler, til dæmis er kyn(gervi) gjörningur
samkvæmt Butler, sem þýðir að ekki eru til neinar meðfæddar kynjasjálfsmyndir (e. gendered
identity) heldur myndast sjálfsmyndin í síendurteknum gjörningum. Það sama væri hægt að segja
um kennarahlutverkið.
4 Páll Skúlason, 1987.
Hugur 2015-5.indd 123 5/10/2016 6:45:29 AM