Hugur - 01.01.2015, Síða 156

Hugur - 01.01.2015, Síða 156
156 Hugur | Ritdómar fleira í huga en þessi mannhverfu viðhorf. Páli er umhugað að finna út hvað sé sið- ferðislega rétt að gera og hvað ekki, þrátt fyrir að hann setji þá varnagla að þessir siðferðisdómar séu ekki endanlegir og geti aldrei orðið það. „Hvort okkur auðn- ast að lifa áfram á þessari jörð í sambýli við aðrar lífverur er öllu öðru fremur komið undir því að við sigrumst á þeirri heimskulegu tilhneigingu að skoða lífið og náttúruna eingöngu út frá sjónarhorni okkar sjálfra“ (124). Hann endar greinina á þeirri staðhæfingu að frumforsenda alls siðferðis felist í hversdagslegri umhyggju- semi og tillitssemi gagnvart öllu sem lifir. Hann lýsir af miklu innsæi sýn sinni á lífið og með mikilli nærgætni. Þessi orð gefa tóninn fyrir náttúrusiðfræði Páls Skúlasonar sem liggur eins og rauður þráður í gegnum alla bókina. Hugleiðingar við Öskju er stutt bók eft- ir Pál sem kom út árið 2005 og er fyrsta hugleiðingin í Náttúrupælingum. Hún er hvalreki fyrir íslenska heimspeki og hugsun og er löngu orðin skyldulesning fyrir alla þá sem áhuga hafa á náttúru- umræðu. Í þessu stutta riti lýsir hann á einlægan hátt upplifun og reynslu sinni í sinni fyrstu ferð á eldstöðina Öskju. Á tímum þar sem nýting náttúru er hjá sumum alltaf talin réttlætanleg og ofurá- hersla er á skynsemi og framfarahugsun, þá er þessi hugleiðing kærkomið inn- legg. Þessi lýsing Páls ber með sér djúpa virðingu fyrir lífinu og náttúrunni sem býr í öllu. Í stað þess að lýsa dvölinni í Öskju þá byrjar hann á því að lýsa tilfinn- ingunni og spurningunum sem vöknuðu. Hann veltir því fyrir sér hvernig heildir verði til og hvers konar heildir séu til. Hvernig myndast tengsl og hvers konar tengsl eru til? (13) Hann veltir fyrir sér nokkrum möguleikum og viðurkennir að ekki sé auðvelt að fá endanleg svör og að jafnvel séu þau ekki til. Kjarni reynsl- unnar sé því líklegast eitthvað sem hægt væri að kalla andlega reynslu og það sem skáld og listamenn basla við að lýsa í sín- um störfum. „Að koma til Öskju hefur því – í mínum huga – einfalda og skýra þýðingu: Að uppgötva jörðina og sjálfan sig sem jarðarbúa. Að vera jarðarbúi er að finna líf sitt bundið jörðinni, ef ekki beinlínis sprottið af henni, finna að hún er forsenda lífsins“ (17–18). Hann segir að með því að öðlast slíka reynslu sé mað- urinn að staðsetja sig í veruleikanum og þá sjái hann jafnvel um hvað lífið snúist. Páll fylgir eftir „Hugleiðingum við Öskju“ með erindunum „Náttúran í and- legum skilningi“, „Andi og óbyggðir“ og „Bréf til Gerdien“. Viðtal með yfirskrift- inni „Við þurfum að kenna börnunum okkar að skynja og hugsa“, sem Þröstur Helgason tók við hann árið 2005, rekur svo lestina. Þar má fá nokkurs konar út- skýringar á fyrri skrifum og reynslunni við Öskju. Fyrir þá sem halda upp á Hugleiðingar við Öskju er þetta kærkom- in viðbót við það rit. Í síðari hluta Náttúrupælinga er skipt um áherslur, þrátt fyrir að svipuð heildar- hugsun skjóti upp kollinum í næstsíðasta erindinu, „Að ganga og að hugsa“, þar sem Páll fjallar um þá upplifun sem ganga er. Í fyrstu hugleiðingu seinni hluta bók- arinnar, „Hvað er siðfræði náttúrunnar“, byrjar hann að skilgreina siðfræði náttúr- unnar með einföldum og skýrum hætti. Hún er aðeins tvær blaðsíður og góð lesn- ing áður en haldið er áfram. Páll telur að ástæðan fyrir því að gott sé að skilgreina þessa tegund siðfræði sérstaklega sé sú að vaninn sé að tengja siðfræði við reglur sem fólk setur sér í samskiptum við aðra og lifnaðarhætti. Röng og rétt breytni er iðulega tengd menningarsamfélögum en síður við náttúruna sjálfa. Þannig hefur umhverfi mannsins og náttúra staðið fyrir utan þetta siðferði mannanna. Þetta er þó ekki svona einfalt og útskýrir Páll skorinort hvaða þýðingu hann telur nátt- úruna hafa fyrir mennina. Náttúran er í senn móðir alls lífs á jörðinni, uppspretta þeirra gæða sem menn þurfa til að lifa og svo býr hún í okkur sjálfum. „Um Hugur 2015-5.indd 156 5/10/2016 6:45:42 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.